Eldri júdóiðkendur forðist hættulegar hengingaræfingar Hermann Valsson skrifar 12. október 2022 11:32 Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við mig í byrjun febrúar sl. fékk ég heilablóðfall og slagæð í hálsi skaðaðist verulega eftir endurteknar hengingaræfingar á tækniæfingu með júdódeild Ármanns, sem ég hafði æft með í rúm tuttugu ár. Liðnar voru fimmtán mínútur frá því að æfingin hófst, þegar ég leið út af í algert óminni eftir endurteknar hengingar. Frá þeirri stundu man ég ekkert eftir mér fyrr en í sjúkrabíl á leið til Landspítalans í Fossvogi rúmri klukkustund síðar, enda var ekki kallað eftir aðstoð fyrr en að lokinni æfingu, um 48 mínútum eftir að ég leið út af. Á spítala lá ég í rúma viku á meðan ég jafnaði mig eftir heilablæðinguna sem tækniæfingarnar framkölluðu. Ég var 64 ára þegar þetta var og fékk tvær heilablæðingar í viðbót eftir að ég útskrifaðist. Af þeim sökum undirgekkst ég skurðaðgerð á hálsi þar sem skipt var um hluta slagæðarinnar sem skemmdist í átökunum á júdóæfingunni. Hafi lært fyrstu hjálp Þrátt fyrir þessi hrakföll og hversu óheppilega staðið var að verki af stjórnendum æfingarinnar, að kalla ekki strax eftir sjúkrabíl, er ég þó sem betur fer óðum að ná mér til fyrri heilsu, utan 60% og varanlegrar sjónskerðingar á vinstra auga sem er afleiðing skaðans sem ég varð fyrir á æfingunni og læknir hefur staðfest með vottorði. Eftir standa þó ýmis álitamál sem ég hef velt mikið fyrir mér eftir sjúkrahúsvistina. Ég er t.d. ekki í vafa um að gera eigi þá kröfu til íþróttaþjálfara félaga sem heyra undir ÍSÍ að þeir hafi lokið námskeiðum í skyndihjálp á borð við þau sem Rauði krossinn býður áður en þeir axla ábyrgð á stjórn æfinga, í raun í hvaða íþróttagrein sem er. Mögulega hefði það mildað þá alvarlegu atburðarás sem ég upplifði, þar sem ekki var kallað eftir aðstoð fyrr en eftir æfingu þótt meðvitund mín væri mjög takmörkuð. Engin viðbrögð frá ÍSÍ Ég hefði einnig haldið að ÍSÍ myndi bregðast við þessu alvarlega atviki með almennri yfirlýsingu þar sem sambandið brýndi fyrir aðildarfélögum sínum og þjálfurum að fylgjast ávallt vel með ástandi iðkenda í erfiðum tækniæfingum og kölluðu strax á aðstoð þegar vafi léki á um ástand iðkenda. Þess í stað hefur ekki heyrst eitt einasta múkk frá ÍSÍ þótt sambandið styðjist við eigin „Hegðunarviðmið ÍSÍ fyrir þjálfara“ þar sem 5. grein kveður á um að þjálfarar gæti að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda. Þar segir einnig að þjálfarar skuli setja heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varist að setja þá í aðstöðu sem geti ógnað heilbrigði þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Að mínu mati var fullt tilefni fyrir ÍSÍ að hnykkja á reglunum af þessu tilefni. Að auki er álitamál hvort 220. og 221. gr hegningarlaga, sem kveða á um hjálparskyldu, hafi verið brotnar. Eldri iðkendur passi sig Það er mjög mikilvægt að stjórnendur júdóæfinga geri þær ráðstafanir fyrir upphaf æfinga að eldri iðkendur, segjum t.d. 35 ára eða eldri, fari varlega í tækniæfingar á borð við hengingar og brýni það jafnframt sérstaklega fyrir iðkendunum sem framkvæma þær æfingar að fara varlega þegar æfingin er gerð á iðkendum í eldri kantinum. Eftir að umrætt atvik varð í æfingarsal Ármanns í janúar 2021 hefur Alþjóða júdósambandið bannað hengingar á öllum keppendum 60 ára. Það hefur breska júdósambandið einnig gert auk þess sem sænska júdósambandið er með sams konar breytingu í skoðun. Mér vitanlega er ekkert slíkt á teikniborðinu hjá Ármanni sem aldrei hefur beðist afsökunar á mistökunum sem urðu á æfingunni frægu, né sagt að einhverjar breytingar séu í vændum sem mögulega geti fyrirbyggt að sambærilegt atvik komi upp aftur á vegum félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk sendar frá Janet Mattson, sem situr í stjórn sænska júdósambandsins, liggur fyrir að um eitt hundrað júdóiðkendur í Japan hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum og skaða á líkama í kjölfar hengingaræfinga sl. 20 ár þar sem ástæðan er rakin til endurtekinna henginga og/eða aldurs. Ég er í engum vafa um að japanski yfirþjálfarinn hjá júdódeild Ármanns bjó yfir þess háttar upplýsingum á umræddri æfingu án þess að hann gerði neinar forvarnarráðstafanir í upphafi æfingarinnar til að brýna fyrir okkur að fara varlega, enda var öryggis- og viðbragðsáætlun sú sem virkja átti af þessu tilefni ekki virkjuð vegna handvammar þjálfara Ármanns. Á meðan svona er háttað í öryggismálum Ármanns vil ég hvetja alla júdóiðkendur sem komnir eru af léttasta skeiði að passa sig vel þegar kemur að þessum tilteknu æfingum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að forðast þær aðstæður sem ég upplifði á sínum tíma. Ég var heppinn að lifa þetta af. Höfundur er fyrrverandi júdóiðkandi og félagsmaður í Glímufélaginu Ármanni til áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júdó Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við mig í byrjun febrúar sl. fékk ég heilablóðfall og slagæð í hálsi skaðaðist verulega eftir endurteknar hengingaræfingar á tækniæfingu með júdódeild Ármanns, sem ég hafði æft með í rúm tuttugu ár. Liðnar voru fimmtán mínútur frá því að æfingin hófst, þegar ég leið út af í algert óminni eftir endurteknar hengingar. Frá þeirri stundu man ég ekkert eftir mér fyrr en í sjúkrabíl á leið til Landspítalans í Fossvogi rúmri klukkustund síðar, enda var ekki kallað eftir aðstoð fyrr en að lokinni æfingu, um 48 mínútum eftir að ég leið út af. Á spítala lá ég í rúma viku á meðan ég jafnaði mig eftir heilablæðinguna sem tækniæfingarnar framkölluðu. Ég var 64 ára þegar þetta var og fékk tvær heilablæðingar í viðbót eftir að ég útskrifaðist. Af þeim sökum undirgekkst ég skurðaðgerð á hálsi þar sem skipt var um hluta slagæðarinnar sem skemmdist í átökunum á júdóæfingunni. Hafi lært fyrstu hjálp Þrátt fyrir þessi hrakföll og hversu óheppilega staðið var að verki af stjórnendum æfingarinnar, að kalla ekki strax eftir sjúkrabíl, er ég þó sem betur fer óðum að ná mér til fyrri heilsu, utan 60% og varanlegrar sjónskerðingar á vinstra auga sem er afleiðing skaðans sem ég varð fyrir á æfingunni og læknir hefur staðfest með vottorði. Eftir standa þó ýmis álitamál sem ég hef velt mikið fyrir mér eftir sjúkrahúsvistina. Ég er t.d. ekki í vafa um að gera eigi þá kröfu til íþróttaþjálfara félaga sem heyra undir ÍSÍ að þeir hafi lokið námskeiðum í skyndihjálp á borð við þau sem Rauði krossinn býður áður en þeir axla ábyrgð á stjórn æfinga, í raun í hvaða íþróttagrein sem er. Mögulega hefði það mildað þá alvarlegu atburðarás sem ég upplifði, þar sem ekki var kallað eftir aðstoð fyrr en eftir æfingu þótt meðvitund mín væri mjög takmörkuð. Engin viðbrögð frá ÍSÍ Ég hefði einnig haldið að ÍSÍ myndi bregðast við þessu alvarlega atviki með almennri yfirlýsingu þar sem sambandið brýndi fyrir aðildarfélögum sínum og þjálfurum að fylgjast ávallt vel með ástandi iðkenda í erfiðum tækniæfingum og kölluðu strax á aðstoð þegar vafi léki á um ástand iðkenda. Þess í stað hefur ekki heyrst eitt einasta múkk frá ÍSÍ þótt sambandið styðjist við eigin „Hegðunarviðmið ÍSÍ fyrir þjálfara“ þar sem 5. grein kveður á um að þjálfarar gæti að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda. Þar segir einnig að þjálfarar skuli setja heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varist að setja þá í aðstöðu sem geti ógnað heilbrigði þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Að mínu mati var fullt tilefni fyrir ÍSÍ að hnykkja á reglunum af þessu tilefni. Að auki er álitamál hvort 220. og 221. gr hegningarlaga, sem kveða á um hjálparskyldu, hafi verið brotnar. Eldri iðkendur passi sig Það er mjög mikilvægt að stjórnendur júdóæfinga geri þær ráðstafanir fyrir upphaf æfinga að eldri iðkendur, segjum t.d. 35 ára eða eldri, fari varlega í tækniæfingar á borð við hengingar og brýni það jafnframt sérstaklega fyrir iðkendunum sem framkvæma þær æfingar að fara varlega þegar æfingin er gerð á iðkendum í eldri kantinum. Eftir að umrætt atvik varð í æfingarsal Ármanns í janúar 2021 hefur Alþjóða júdósambandið bannað hengingar á öllum keppendum 60 ára. Það hefur breska júdósambandið einnig gert auk þess sem sænska júdósambandið er með sams konar breytingu í skoðun. Mér vitanlega er ekkert slíkt á teikniborðinu hjá Ármanni sem aldrei hefur beðist afsökunar á mistökunum sem urðu á æfingunni frægu, né sagt að einhverjar breytingar séu í vændum sem mögulega geti fyrirbyggt að sambærilegt atvik komi upp aftur á vegum félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk sendar frá Janet Mattson, sem situr í stjórn sænska júdósambandsins, liggur fyrir að um eitt hundrað júdóiðkendur í Japan hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum og skaða á líkama í kjölfar hengingaræfinga sl. 20 ár þar sem ástæðan er rakin til endurtekinna henginga og/eða aldurs. Ég er í engum vafa um að japanski yfirþjálfarinn hjá júdódeild Ármanns bjó yfir þess háttar upplýsingum á umræddri æfingu án þess að hann gerði neinar forvarnarráðstafanir í upphafi æfingarinnar til að brýna fyrir okkur að fara varlega, enda var öryggis- og viðbragðsáætlun sú sem virkja átti af þessu tilefni ekki virkjuð vegna handvammar þjálfara Ármanns. Á meðan svona er háttað í öryggismálum Ármanns vil ég hvetja alla júdóiðkendur sem komnir eru af léttasta skeiði að passa sig vel þegar kemur að þessum tilteknu æfingum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að forðast þær aðstæður sem ég upplifði á sínum tíma. Ég var heppinn að lifa þetta af. Höfundur er fyrrverandi júdóiðkandi og félagsmaður í Glímufélaginu Ármanni til áratuga.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar