Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2022 12:00 Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun