Ekki brotleg vegna orðalags um „skæruliðadeildina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 23:24 Fréttastofa RÚV og fréttamaður RÚV eru ekki talin hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað að Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV, hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins vegna orðalags um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja í frétt á vef RÚV. Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira