Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 13:54 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar. Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar.
Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira