Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki Árni Jóhansson skrifar 13. október 2022 22:51 Milka skoraði 19 stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns. „Svo byrjaði Turner III að skjóta og var að setja þvílík skot ofan í en ef hann hefði ekki hitt úr nokkrum þeirra þá hefði þetta verið önnur saga. Við höfum dýpt í liðinu okkar og það eru margir sem geta komið að leiknum og skorað og það gerðist í kvöld og við náðum í sigurinn.“ Milka var einn af þeim sem steig upp í kvöld og skoraði m.a. níu stig í röð í upphafi seinni hálfleiks til að hefja áhlaup Keflvíkinga og hann var spurður að því hverjar skipanirnar hefðu verið komandi inn í hálfleikinn en hann fann fjöl sína heldur betur í kringum vítateiginn. Milka endaði leikinn með 19 stig. Milka spilaði góða vörn að venju.Vísir/Hulda Margrét „Engar sérstakar skipanir. Ég þarf bara að spila minn leik, við erum með 10 menn sem hægt er að nota vel og þetta verður ekki lið þar sem einn eða tveir sjá um stigaskorunina. Í vetur snýst þetta um að dýptina, sem er styrkur okkar, að allir hafa hlutverk og að við erum óeigingjarnt lið. Í upphafi þriðja leikhluta þá sáum við hvernig þeir voru að spila varnarleikinn og mínir men fundu mig og ég hitti vel.“ Tímabilið er náttúrlega nýbyrjað en Milka var spurður hvert hugurinn leitaði um það hversu langt þetta lið myndi ná. „Það er bara næsti leikur á mánudaginn. Það er bikarleikur. Við þurfum að hvíla okkur og einbeita okkur svo að því að vinna þann leik.“ Barist um alla bolta.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Milka spurður að því hvað hann hafi lært um liðið sitt í dag. „Það skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki. Mörg önnur lið hefðu lagt árar í bát og tapað þessum lei ken við stóðum af okkur storminn og ég verð að hrósa Stjörnunni því þeir skoruðu mörg erfið stig. Sem betur fer náðum við í sigurinn og þetta er mjög gott skref í því sem við erum að byggja“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Keflavík vann góðan sex stiga sigur á Stjörnunni í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Ásgarði, fara gestirnir því með tvö stig í pokahorninu út á Reykjanesbrautina og heim á leið. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. október 2022 22:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Svo byrjaði Turner III að skjóta og var að setja þvílík skot ofan í en ef hann hefði ekki hitt úr nokkrum þeirra þá hefði þetta verið önnur saga. Við höfum dýpt í liðinu okkar og það eru margir sem geta komið að leiknum og skorað og það gerðist í kvöld og við náðum í sigurinn.“ Milka var einn af þeim sem steig upp í kvöld og skoraði m.a. níu stig í röð í upphafi seinni hálfleiks til að hefja áhlaup Keflvíkinga og hann var spurður að því hverjar skipanirnar hefðu verið komandi inn í hálfleikinn en hann fann fjöl sína heldur betur í kringum vítateiginn. Milka endaði leikinn með 19 stig. Milka spilaði góða vörn að venju.Vísir/Hulda Margrét „Engar sérstakar skipanir. Ég þarf bara að spila minn leik, við erum með 10 menn sem hægt er að nota vel og þetta verður ekki lið þar sem einn eða tveir sjá um stigaskorunina. Í vetur snýst þetta um að dýptina, sem er styrkur okkar, að allir hafa hlutverk og að við erum óeigingjarnt lið. Í upphafi þriðja leikhluta þá sáum við hvernig þeir voru að spila varnarleikinn og mínir men fundu mig og ég hitti vel.“ Tímabilið er náttúrlega nýbyrjað en Milka var spurður hvert hugurinn leitaði um það hversu langt þetta lið myndi ná. „Það er bara næsti leikur á mánudaginn. Það er bikarleikur. Við þurfum að hvíla okkur og einbeita okkur svo að því að vinna þann leik.“ Barist um alla bolta.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Milka spurður að því hvað hann hafi lært um liðið sitt í dag. „Það skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki. Mörg önnur lið hefðu lagt árar í bát og tapað þessum lei ken við stóðum af okkur storminn og ég verð að hrósa Stjörnunni því þeir skoruðu mörg erfið stig. Sem betur fer náðum við í sigurinn og þetta er mjög gott skref í því sem við erum að byggja“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Keflavík vann góðan sex stiga sigur á Stjörnunni í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Ásgarði, fara gestirnir því með tvö stig í pokahorninu út á Reykjanesbrautina og heim á leið. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. október 2022 22:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Keflavík vann góðan sex stiga sigur á Stjörnunni í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Ásgarði, fara gestirnir því með tvö stig í pokahorninu út á Reykjanesbrautina og heim á leið. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. október 2022 22:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum