13 milljarðar í annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2022 22:04 Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi hefjast vorið 2023 og munu taka 36 mánuði. Verðmiðinn á pakkanum er á milli 12 og 13 milljarðar króna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fjörutíu ný hús verða byggð í öðrum áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi, þar á meðal tvö hótel. Framkvæmdir hefjast næsta vor og munu taka 36 mánuði. Kostnaður við verkið er á milli 12 og 13 milljarðar króna. Fjölmenni mætti á íbúafund í nýja miðbænum í gærkvöldi þar sem annar áfangi nýja miðbæjarins var kynntur í máli og myndum. Sem fyrr er það Sigtún þróunarfélag, sem stendur að uppbyggingu miðbæjarins. Ætlunin er að fara í íbúakosningu eða könnun um breytingu á deiliskipulag annars áfanga nýja miðbæjarins, sem verður glæsilegur í alla staði eins og fyrsti áfanginn er. “Þar erum við að halda áfram að byggja upp sögufræg hús alls staðar af landinu. Við ætlum að byggja 40 hús í viðbót við þau 13, sem eru risin og stefnum á því að byrja á þessu verkefni næsta vor,” segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. Leó segist finna fyrir miklum meðbyr með nýja miðbænum og ekki síst öðrum áfanganum, sem verður risa verkefni. Og þessi miðbær hefur gjörsamlega slegið í gegn? “Já, hann hefur heldur betur slegið í gegn og það er bara þessi notalegi skali, þetta umhverfi, sem við lögðum okkur fram við að búa til, að gera þetta svona huggulegt og auka vellíðan fólks, sem hingað sækir og við erum að fá sama fólkið aftur og aftur og íbúarnir eru duglegir að sækja þennan miðbæ heim og duglegir að koma með sitt fólk, vini og ættingja annars staðar af landinu í heimsókn,” segir Leó. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mörg sögufræg hús verða í næsta áfanga eins og Selfossbíó, sýslumannshúsið í Stykkishólmi, Málmeyjarhúsið í Skagafirði, Konráðshúsið í Mjóafirði og sýslumannshúsið á Eskifirði svo nokkur dæmi séu tekin. Þá verða 55 íbúðir í áfanganum og tvö ný hótel. En hvað kostar annar áfanginn? “Hann mun kosta á bilinu 12 til 13 milljarða”. Og eru þeir peningar til ? “Þeir peningar finnast á góðum stöðum,” segir Leó. Mikill áhugi er á frekari uppbyggingu nýja miðbæjarins eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjölmenni mætti á íbúafund í nýja miðbænum í gærkvöldi þar sem annar áfangi nýja miðbæjarins var kynntur í máli og myndum. Sem fyrr er það Sigtún þróunarfélag, sem stendur að uppbyggingu miðbæjarins. Ætlunin er að fara í íbúakosningu eða könnun um breytingu á deiliskipulag annars áfanga nýja miðbæjarins, sem verður glæsilegur í alla staði eins og fyrsti áfanginn er. “Þar erum við að halda áfram að byggja upp sögufræg hús alls staðar af landinu. Við ætlum að byggja 40 hús í viðbót við þau 13, sem eru risin og stefnum á því að byrja á þessu verkefni næsta vor,” segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. Leó segist finna fyrir miklum meðbyr með nýja miðbænum og ekki síst öðrum áfanganum, sem verður risa verkefni. Og þessi miðbær hefur gjörsamlega slegið í gegn? “Já, hann hefur heldur betur slegið í gegn og það er bara þessi notalegi skali, þetta umhverfi, sem við lögðum okkur fram við að búa til, að gera þetta svona huggulegt og auka vellíðan fólks, sem hingað sækir og við erum að fá sama fólkið aftur og aftur og íbúarnir eru duglegir að sækja þennan miðbæ heim og duglegir að koma með sitt fólk, vini og ættingja annars staðar af landinu í heimsókn,” segir Leó. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mörg sögufræg hús verða í næsta áfanga eins og Selfossbíó, sýslumannshúsið í Stykkishólmi, Málmeyjarhúsið í Skagafirði, Konráðshúsið í Mjóafirði og sýslumannshúsið á Eskifirði svo nokkur dæmi séu tekin. Þá verða 55 íbúðir í áfanganum og tvö ný hótel. En hvað kostar annar áfanginn? “Hann mun kosta á bilinu 12 til 13 milljarða”. Og eru þeir peningar til ? “Þeir peningar finnast á góðum stöðum,” segir Leó. Mikill áhugi er á frekari uppbyggingu nýja miðbæjarins eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira