Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. október 2022 14:45 Skógareldar í Sierra Bermeja við Costa del Sol í Andalúsíu í september sl. Bianca de Vilar/Getty Images Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu. Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn. Spánn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn.
Spánn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira