Reynir reynir ekki aftur við stjórnarsæti Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 14:34 Reynir Grétarsson er aðaleigandi Gavia Invest sem er stærsti hluthafi Sýnar. Reynir Grétarsson, aðaleigandi Gavia Invest, ætlar ekki aftur að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar þegar kosið verður á ný í næstu viku. Reynir náði ekki kjöri er kosið var fyrr í haust. Gavia Invest er stærsti hluthafi Sýnar hf. eftir að fyrirtækið keypti alla hluti fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, Heiðars Guðjónssonar, í sumar. Í kjölfar kaupanna var boðið til hluthafafundar þar sem var kosið til stjórnar fyrirtækisins. Sjö manns vildu þá fá sæti í stjórninni. Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir buðu sig öll fram en þau höfðu öll verið í stjórninni fyrir. Þá vildi Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest, Hilmar Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi Fasta, og téður Reynir fá sæti í stjórninni. Fimm sæti voru í boði og var Jón einn nýr kjörinn inn í stjórnina. Reynir og Hilmar sátu eftir með sárt ennið. Petrea Ingileif var gerð að stjórnarformanni. Þrjú félög kröfðust síðan nýs stjórnarkjörs og sögðu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp fyrirtækisins. Vegna kröfunnar var boðað til nýs hluthafafundar sem fer fram þann 20. október næstkomandi. Reynir ætlar ekki aftur að bjóða sig fram til stjórnar en framboðsfresturinn er nú útrunninn og er hann ekki á honum. Þá gefur Petrea ekki kost á sér þar sem OR setti eiginmanni hennar afarkosti. Nánar um það hér. Þeir sem berjast nú um sæti eru: Hákon Stefánsson Helen Neely Jóhann Hjartarson Jón Skaftason Páll Gíslason Rannveig Eir Einarsdóttir Sesselía Birgisdóttir Sigmar Páll Jónsson Þeir sem bjóða sig fram til varastjórnar eru: Daði Kristjánsson Salóme Guðmundsdóttir Sólveig Gunnarsdóttir Vísir er í eigu Sýnar hf. Sýn Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. 19. september 2022 18:14 Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06 Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Gavia Invest er stærsti hluthafi Sýnar hf. eftir að fyrirtækið keypti alla hluti fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, Heiðars Guðjónssonar, í sumar. Í kjölfar kaupanna var boðið til hluthafafundar þar sem var kosið til stjórnar fyrirtækisins. Sjö manns vildu þá fá sæti í stjórninni. Jóhann Hjartarson, Páll Gíslason, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir buðu sig öll fram en þau höfðu öll verið í stjórninni fyrir. Þá vildi Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest, Hilmar Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi Fasta, og téður Reynir fá sæti í stjórninni. Fimm sæti voru í boði og var Jón einn nýr kjörinn inn í stjórnina. Reynir og Hilmar sátu eftir með sárt ennið. Petrea Ingileif var gerð að stjórnarformanni. Þrjú félög kröfðust síðan nýs stjórnarkjörs og sögðu stjórnina ekki endurspegla hluthafahóp fyrirtækisins. Vegna kröfunnar var boðað til nýs hluthafafundar sem fer fram þann 20. október næstkomandi. Reynir ætlar ekki aftur að bjóða sig fram til stjórnar en framboðsfresturinn er nú útrunninn og er hann ekki á honum. Þá gefur Petrea ekki kost á sér þar sem OR setti eiginmanni hennar afarkosti. Nánar um það hér. Þeir sem berjast nú um sæti eru: Hákon Stefánsson Helen Neely Jóhann Hjartarson Jón Skaftason Páll Gíslason Rannveig Eir Einarsdóttir Sesselía Birgisdóttir Sigmar Páll Jónsson Þeir sem bjóða sig fram til varastjórnar eru: Daði Kristjánsson Salóme Guðmundsdóttir Sólveig Gunnarsdóttir Vísir er í eigu Sýnar hf.
Sýn Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. 19. september 2022 18:14 Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06 Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. 19. september 2022 18:14
Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06
Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39