Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna upp innan nefndarinnar.

Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við offituvandanum hér á landi. Einstakar aðgerðir eins og sykurskattur gætu skilað árangri en horfa þurfi á málaflokkinn heildstætt.

Gríðarlegt hvassviðri er á Kjalarnesi þessar stundina og búið að loka veginum. Flutningabíll fauk á fólksbíl rétt fyrir hádegi og var ökumaður fólksbílsins fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir ekki sætt á svæðinu en vindhviður fari upp í allt að 45 metra á sekúndu við Hafnarfjall. Gular viðvaranir eru enn í gildi.

Þá fjöllum við um skógarelda á Spáni sem í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð sem er fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu tíu ára og fjöllum um ágreining sem snýst um skítalykt. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×