„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:41 Færsla Ilmar Kristjánsdóttur var kveikjan að miklum umræðum um lestrarkennslu barna. aðsend Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar". Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar".
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira