„Ég á mér draum“ Eyjólfur Pálsson skrifar 18. október 2022 08:01 Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar