Rétt gögn en röng ályktun Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. október 2022 11:31 Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson ASÍ Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun