Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fræðir Sauli Niinistö forseta Finnlands um Bessastaði og nágrenni. Vísir/Vilhelm Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. Sauli Niinistö forseti Finnlands og eiginkona hans Jenni Haukio komu til Bessastaða í morgun þar sem íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku á móti þeim á hlaðinu ásamt krökkum úr Álftanessskóla. Lúðrasveit verkalýðsins lék þjóðsöngva landanna. Forsetar Íslands og Finnlands heilsa upp á unga nemendur í Álftanesskóla sem fögnuðu forsetunum með þjóðfánum ríkjana við Bessastaði í dag.Vísir/Vilhelm Áður en forsetarnir gengu inn í Bessastaðastofu til skrafs og ráðagerða heilsuðu þeir upp á forseta Alþingis, ráðherra í ríkisstjórn Íslands og starfsfólk forsetaskrifstofunnar. Guðni sagði heimsóknina styrkja samband þjóðanna sem alla tíð hefði verið gott og undirstrika náin vinskap Norðurlandaþjóðanna. Íslendingar styddu heilshugar aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu á þeim krefjandi tímum sem nú ríktu og væru framundan. Forsetarnir Guðni Th. Jóhannesson og Sauli Niinistö með eiginkonum sínum Jenni Haukio og Elizu Reid við upphaf ríkisheimsóknar finnsku forsetahjónanna til Íslands í morgun.Vísir/Vilhelm „Eftir því sem við sýnum hvert öðru meiri samstöðu og stuðning þeim mun betur getum við stutt aðra, eins og Úkraínumenn," sagði Guðni á stuttum fundi forsetanna með fréttamönnum í dag. Finnar hafa í áratugi leikið mikla jafnvægislist í samskiptum sínum fyrst við Sovétríkin og síðar Rússland. Niinistö segir aðildarumsókn og seinna aðild Finna að NATO ekki skapa hindranir í samskiptum við Rússa. „Það gerir hegðun Rússa í Úkraínu. Að þeir réðust á og reyndu að leggja undir sig fullvalda ríki sem er vandamálið, ekki aðild Finnlands að NATO," sagði Niinistö. Sauli Niinistö forseti Finnlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu stuttlega við finnska og íslenska fréttamenn að loknum fundi sínum. Þeir ætla upp á Langjökul á morgun til að skoða áhrif loftslagsbreytinganna á jökla.Vísir/Vilhelm Að loknum fundi forsetanna á Bessastöðum hélt Finnlandsforseti og fylgdarlið hans á Alþingi og átti fund með Birgi Ármannssyni forseta þingsins. Eftir það tók finnski forseti göngutúr frá Alþingishúsinu meðfram Tjörninni að Ráðherrabústaðnum. Þar bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetanum og fylgdarliði hans ásamt íslensku forsetahjónunum í hádegisverð. Aðildarumsók Finna og Svía að NOTO hefur örugglega verið þar til umræðu. Guðni kynnti Niinestö fyrir forseta Alþingis, ráðherrum og starfsfólki forsetaembættisins fyrir utan Bessastaði í morgun.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir unnið að því innan NATO að Ungverjar og Tyrkir samþykki eins og allar hinar aðildarþjóðirnar umsókn Finna og Svía að bandalaginu. „Það samtal er í gangi. Ísland ákvað auðvitað að fara strax í þetta verkefni. Það gerðum við einmitt vegna okkar nánu tengsla við Svíþjóð og Finnland og vegna þess að þetta er þessi lýðræðislega ákvörðun sem þessi ríki taka," sagði Katrín Jakobsdóttir. Finnland Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sauli Niinistö forseti Finnlands og eiginkona hans Jenni Haukio komu til Bessastaða í morgun þar sem íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku á móti þeim á hlaðinu ásamt krökkum úr Álftanessskóla. Lúðrasveit verkalýðsins lék þjóðsöngva landanna. Forsetar Íslands og Finnlands heilsa upp á unga nemendur í Álftanesskóla sem fögnuðu forsetunum með þjóðfánum ríkjana við Bessastaði í dag.Vísir/Vilhelm Áður en forsetarnir gengu inn í Bessastaðastofu til skrafs og ráðagerða heilsuðu þeir upp á forseta Alþingis, ráðherra í ríkisstjórn Íslands og starfsfólk forsetaskrifstofunnar. Guðni sagði heimsóknina styrkja samband þjóðanna sem alla tíð hefði verið gott og undirstrika náin vinskap Norðurlandaþjóðanna. Íslendingar styddu heilshugar aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu á þeim krefjandi tímum sem nú ríktu og væru framundan. Forsetarnir Guðni Th. Jóhannesson og Sauli Niinistö með eiginkonum sínum Jenni Haukio og Elizu Reid við upphaf ríkisheimsóknar finnsku forsetahjónanna til Íslands í morgun.Vísir/Vilhelm „Eftir því sem við sýnum hvert öðru meiri samstöðu og stuðning þeim mun betur getum við stutt aðra, eins og Úkraínumenn," sagði Guðni á stuttum fundi forsetanna með fréttamönnum í dag. Finnar hafa í áratugi leikið mikla jafnvægislist í samskiptum sínum fyrst við Sovétríkin og síðar Rússland. Niinistö segir aðildarumsókn og seinna aðild Finna að NATO ekki skapa hindranir í samskiptum við Rússa. „Það gerir hegðun Rússa í Úkraínu. Að þeir réðust á og reyndu að leggja undir sig fullvalda ríki sem er vandamálið, ekki aðild Finnlands að NATO," sagði Niinistö. Sauli Niinistö forseti Finnlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu stuttlega við finnska og íslenska fréttamenn að loknum fundi sínum. Þeir ætla upp á Langjökul á morgun til að skoða áhrif loftslagsbreytinganna á jökla.Vísir/Vilhelm Að loknum fundi forsetanna á Bessastöðum hélt Finnlandsforseti og fylgdarlið hans á Alþingi og átti fund með Birgi Ármannssyni forseta þingsins. Eftir það tók finnski forseti göngutúr frá Alþingishúsinu meðfram Tjörninni að Ráðherrabústaðnum. Þar bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetanum og fylgdarliði hans ásamt íslensku forsetahjónunum í hádegisverð. Aðildarumsók Finna og Svía að NOTO hefur örugglega verið þar til umræðu. Guðni kynnti Niinestö fyrir forseta Alþingis, ráðherrum og starfsfólki forsetaembættisins fyrir utan Bessastaði í morgun.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir unnið að því innan NATO að Ungverjar og Tyrkir samþykki eins og allar hinar aðildarþjóðirnar umsókn Finna og Svía að bandalaginu. „Það samtal er í gangi. Ísland ákvað auðvitað að fara strax í þetta verkefni. Það gerðum við einmitt vegna okkar nánu tengsla við Svíþjóð og Finnland og vegna þess að þetta er þessi lýðræðislega ákvörðun sem þessi ríki taka," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Finnland Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10
Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32
Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09
Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19