Erik ten Hag segir að það verði tekið á hegðun Ronaldo í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 10:31 Það eru margir sem vildu vera fluga á vegg þegar Cristiano Ronaldo mætir á æfingu í dag. AP/Jon Super Cristiano Ronaldo stal fyrirsögnunum í mörgum blöðum í morgun þrátt fyrir að spila ekki eina einustu mínútu í sigri Manchester United á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo hagaði sér enn á ný eins og smákrakki þegar hann stóð upp undir lok leiksins og yfirgaf Old Trafford löngu áður en leiknum lauk. Liðið hans var að vinna en það eina sem Portúgalinn var greinilega að hugsa um var að hann fékk ekki að spila. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ronaldo hafði skorað sigurmark Manchester United á móti Everton á dögunum en þá kom hann inn á sem varamaður. Hann hafði aftur á móti byrjað tvo leiki eftir það án þess að skora. United liðið var að spila vel í gær en knattspyrnustjórinn Erik ten Hag þurfti engu að síður að svara spurningum um hegðun stórstjörnunnar eftir leikinn. „Ég ætla ekki að hugsa um það í dag en við munum taka á þessu á morgun,“ sagði Erik ten Hag. „Einbeiting okkar er á frábæra frammistöðu í dag frá öllum ellefu leikmönnunum. Ég verð meira að segja að leiðrétta sjálfan mig því það voru ekki bara ellefu leikmenn sem voru að spila vel heldur einnig varamennirnir sem komu inn á. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Við munum taka á þessu með Ronaldo á morgun. Það sem við sáum í dag voru ellefu leikmenn sem vörðust og ellefu leikmenn sem sóttu,“ sagði Ten Hag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo strunsar af bekknum í miðjum leik því það gerði hann einnig í æfingarleik á móti Rayo Vallecano þegar honum var skipt út af í hálfleik. Þá talaði Ten Hag um að sú hegðun hafi verið óásættanleg. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Ronaldo hagaði sér enn á ný eins og smákrakki þegar hann stóð upp undir lok leiksins og yfirgaf Old Trafford löngu áður en leiknum lauk. Liðið hans var að vinna en það eina sem Portúgalinn var greinilega að hugsa um var að hann fékk ekki að spila. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ronaldo hafði skorað sigurmark Manchester United á móti Everton á dögunum en þá kom hann inn á sem varamaður. Hann hafði aftur á móti byrjað tvo leiki eftir það án þess að skora. United liðið var að spila vel í gær en knattspyrnustjórinn Erik ten Hag þurfti engu að síður að svara spurningum um hegðun stórstjörnunnar eftir leikinn. „Ég ætla ekki að hugsa um það í dag en við munum taka á þessu á morgun,“ sagði Erik ten Hag. „Einbeiting okkar er á frábæra frammistöðu í dag frá öllum ellefu leikmönnunum. Ég verð meira að segja að leiðrétta sjálfan mig því það voru ekki bara ellefu leikmenn sem voru að spila vel heldur einnig varamennirnir sem komu inn á. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Við munum taka á þessu með Ronaldo á morgun. Það sem við sáum í dag voru ellefu leikmenn sem vörðust og ellefu leikmenn sem sóttu,“ sagði Ten Hag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo strunsar af bekknum í miðjum leik því það gerði hann einnig í æfingarleik á móti Rayo Vallecano þegar honum var skipt út af í hálfleik. Þá talaði Ten Hag um að sú hegðun hafi verið óásættanleg.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira