„Hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2022 08:00 Ómar Ingi Guðmundsson verður væntanlega yngsti þjálfarinn í Bestu deild karla á næsta tímabili. vísir/stöð 2 Ómar Ingi Guðmundsson fékk óvænt tækifæri til að þjálfa meistaraflokk karla hjá uppeldisfélaginu sínu, HK. Hann hefur þjálfað hjá félaginu í 22 ár og er enn með 6. flokk karla. Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira