Ráðherrar maki krókinn í gegnum dagpeningakerfið Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2022 10:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Björn Leví Gunnarsson sem telur einsýnt að dagpeningakerfið sé misnotað af ráðherrum. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir blasa við að ráðherrar landsins eru að fá ofgreidda dagpeninga. Almenningur tvígreiði til að mynda ferðir ráðherra til og frá flugvelli. „Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent