Íslenska í ensku hagkerfi Einar Freyr Elínarson og Tomasz Chochołowicz skrifa 21. október 2022 13:00 Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun