Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2022 14:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Þær stigu fram í fyrradag og greindu frá stöðu mála. Vísir/Arnar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“ Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04