Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 0-3 | Þægilegt hjá KA gegn tíu Stjörnumönnum Sindri Már Fannarsson skrifar 23. október 2022 18:59 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét KA vann í kvöld 0-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í 26. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson og Jakob Snær Árnason skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Björn Berg Bryde skoraði sjálfsmark. Nú er einungis ein umferð eftir af mótinu. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað en Stjarnan hafði þó yfirhöndina fyrsta korterið eða svo. KA menn komust hægt inn í leikinn og þetta jafnaðist út. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik en eftir um hálftíma leik þurfti Guðmundur Baldvin Nökkvason að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Stuttu seinna komust KA-menn yfir. Bryan Van Den Bogaert fann Elfar Árna Aðalsteinsson sem var með fullt af plássi, tók eina snertingu og setti boltann í stöngina og inn. Á næstu mínútum á eftir urðu stuðnings- og leikmenn Stjörnunnar óánægðari og óánægðari með dómara leiksins en nokkrar ákvarðanir í röð höfðu bitnað á Garðbæingum. Það hlýtur að hafa verið aðdragandi þess sem kom á eftir því Daníel Laxdal gjörsamlega missti stjórn á skapi sínu. Daníel rauk í Elfar Árna, greip um hálsinn á honum og felldi hann. Mikill æsingur fylgdi og menn beggja liða létu vel í sér heyra og ýttu hvor öðrum við. Daníel Laxdal fékk að líta rautt spjald og Þórarinn Ingi gult. Glórulaus hegðun hjá Daníeli Laxdal. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en á 55. mínútu bættu KA-menn við öðru marki. Dusan Brkovic gaf frábæra sendingu af eigin vallarhelmingi, yfir alla vörn Stjörnunnar og á Jakob Snæ Árnason. Jakob hljóp framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar, og renndi boltanum í autt markið. Tuttugu mínútum síðar skoraði Björn Berg Bryde sjálfsmark. Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði tekið hornspyrnu og Björn Berg Bryde skallaði í eigið net, heldur klaufalegt. Leikurinn fjaraði út en lítið gerðist síðustu mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Sóknarmenn KA stóðu sig vel. Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru frábærir og sköpuðu mörg færi. Hvað gekk illa? Leikurinn kláraðist eiginlega eftir rauða spjaldið, Stjarnan leit aldrei út fyrir að eiga séns á að komast aftur inn í leikinn. Þegar Daníel Laxdal var farinn af velli var einungis tímaspursmál hvenær KA myndu bæta við mörkum. Hvað gerist næst? Nú er einungis ein umferð eftir af Bestu deild karla og hvorugt liðanna hefur að neinu að keppa. KA eru öruggir með evrópusæti en Stjarnan á ekki möguleika á evrópusæti. Lokaleikur Stjörnunnar er gegn KR á Meistaravöllum næsta laugardag en KA fá Val í heimsókn á sama tíma. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Mér fannst við ströggla til að byrja með í fyrri hálfleik en þegar leið á hálfleikinn fannst mér við ná smá tökum á þessu. Við verjumst vel aftast allan leikinn en við vorum aðeins að stöggla fyrri hluta fyrri hálfleiks. Síðan komumst við 1-0 yfir, flott mark og góðar sóknir. Svo kemur þetta atvik hérna í fyrri hálfleik svo við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við heldur passífir í seinni hálfleik, hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur. Við skorum þrjú mörk, mér finnst við mjög solid aftast, varnarlega og höldum þeim frá mörgum góðum færum þannig að þeir fá eitthvað mjög lítið og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir leik. Hallgrímur segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til brottrekstrar Daníels Laxdal af vellinum. „Þetta gerist lengst hinu megin í horninu og ég bara sé það ekki. Ég sé bara að einn leikmaður okkar er tekinn ansi harkalega og er grýtt í jörðina. Mér svona sýndist það vera rautt spjald, ég sé ekki hvað gerist áður og ég er bara gríðarlega ánægður með mitt lið að halda haus. Ég vil ekki sjá svona hjá mínu liði. Þó að eitthvað komi uppá þá eiga menn að vera skynsamir, við vorum það og fórum inn í hálfleik 1-0 yfir. Við vorum að spila vel á þessum tímapunkti en þeir missa hausinn. Ég veit ekki hvað gerist,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í viðtali við Vísi eftir leik. Besta deild karla Stjarnan KA Fótbolti
KA vann í kvöld 0-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í 26. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson og Jakob Snær Árnason skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Björn Berg Bryde skoraði sjálfsmark. Nú er einungis ein umferð eftir af mótinu. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað en Stjarnan hafði þó yfirhöndina fyrsta korterið eða svo. KA menn komust hægt inn í leikinn og þetta jafnaðist út. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik en eftir um hálftíma leik þurfti Guðmundur Baldvin Nökkvason að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Stuttu seinna komust KA-menn yfir. Bryan Van Den Bogaert fann Elfar Árna Aðalsteinsson sem var með fullt af plássi, tók eina snertingu og setti boltann í stöngina og inn. Á næstu mínútum á eftir urðu stuðnings- og leikmenn Stjörnunnar óánægðari og óánægðari með dómara leiksins en nokkrar ákvarðanir í röð höfðu bitnað á Garðbæingum. Það hlýtur að hafa verið aðdragandi þess sem kom á eftir því Daníel Laxdal gjörsamlega missti stjórn á skapi sínu. Daníel rauk í Elfar Árna, greip um hálsinn á honum og felldi hann. Mikill æsingur fylgdi og menn beggja liða létu vel í sér heyra og ýttu hvor öðrum við. Daníel Laxdal fékk að líta rautt spjald og Þórarinn Ingi gult. Glórulaus hegðun hjá Daníeli Laxdal. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en á 55. mínútu bættu KA-menn við öðru marki. Dusan Brkovic gaf frábæra sendingu af eigin vallarhelmingi, yfir alla vörn Stjörnunnar og á Jakob Snæ Árnason. Jakob hljóp framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar, og renndi boltanum í autt markið. Tuttugu mínútum síðar skoraði Björn Berg Bryde sjálfsmark. Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði tekið hornspyrnu og Björn Berg Bryde skallaði í eigið net, heldur klaufalegt. Leikurinn fjaraði út en lítið gerðist síðustu mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Sóknarmenn KA stóðu sig vel. Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru frábærir og sköpuðu mörg færi. Hvað gekk illa? Leikurinn kláraðist eiginlega eftir rauða spjaldið, Stjarnan leit aldrei út fyrir að eiga séns á að komast aftur inn í leikinn. Þegar Daníel Laxdal var farinn af velli var einungis tímaspursmál hvenær KA myndu bæta við mörkum. Hvað gerist næst? Nú er einungis ein umferð eftir af Bestu deild karla og hvorugt liðanna hefur að neinu að keppa. KA eru öruggir með evrópusæti en Stjarnan á ekki möguleika á evrópusæti. Lokaleikur Stjörnunnar er gegn KR á Meistaravöllum næsta laugardag en KA fá Val í heimsókn á sama tíma. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Mér fannst við ströggla til að byrja með í fyrri hálfleik en þegar leið á hálfleikinn fannst mér við ná smá tökum á þessu. Við verjumst vel aftast allan leikinn en við vorum aðeins að stöggla fyrri hluta fyrri hálfleiks. Síðan komumst við 1-0 yfir, flott mark og góðar sóknir. Svo kemur þetta atvik hérna í fyrri hálfleik svo við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við heldur passífir í seinni hálfleik, hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur. Við skorum þrjú mörk, mér finnst við mjög solid aftast, varnarlega og höldum þeim frá mörgum góðum færum þannig að þeir fá eitthvað mjög lítið og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir leik. Hallgrímur segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til brottrekstrar Daníels Laxdal af vellinum. „Þetta gerist lengst hinu megin í horninu og ég bara sé það ekki. Ég sé bara að einn leikmaður okkar er tekinn ansi harkalega og er grýtt í jörðina. Mér svona sýndist það vera rautt spjald, ég sé ekki hvað gerist áður og ég er bara gríðarlega ánægður með mitt lið að halda haus. Ég vil ekki sjá svona hjá mínu liði. Þó að eitthvað komi uppá þá eiga menn að vera skynsamir, við vorum það og fórum inn í hálfleik 1-0 yfir. Við vorum að spila vel á þessum tímapunkti en þeir missa hausinn. Ég veit ekki hvað gerist,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í viðtali við Vísi eftir leik.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti