Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson skrifar 22. október 2022 15:01 Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Alþingi Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. Á grundvelli félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar er launafólki frjálst að ákveða hvort það vilji standa innan eða utan stéttarfélaga. Engu að síður ber launafólki skylda til að greiða vinnuréttargjald til þess stéttarfélags sem fyrir hönd sinna félagsmanna gerir kjarasamning fyrir viðkomandi starf. Það er sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir og raunar er það svo að þátttaka í stéttarfélögum hérlendis er yfir 90% sem þykir öfundsvert. Í þessari umræðu er spurt hversu hættulegt það kunni að vera að einstaklingur hafi raunverulegt val um það að ganga úr stéttarfélagi. Frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði leggur til að afnema skyldu atvinnurekanda til þess að draga 1% af launum launafólks í sjúkrasjóð og í staðinn verði launþeganum veitt ,,frelsi” til að velja hvort hann borgi í sjúkrasjóð stéttarfélags eða tryggi sig sjálfur hjá tryggingarfélagi á frjálsum markaði. Skoðum hér dæmi sem gæti hæglega orðið að veruleika: Jón og Gunnar vinna hjá sama fyrirtæki. Jón er meðlimur í stéttarfélagi en Gunnar er það ekki. Jón veikist og þarf að vera frá vinnu í hálft ár. Stéttarfélagið kemur honum strax til aðstoðar, tryggir að hann fái greitt úr sjúkrasjóði á meðan á veikindum hans stendur. Stéttarfélagið býður Jóni líka upp á ýmis námskeið og annan stuðning á meðan hann er fjarri vinnu vegna veikinda. Þegar Gunnar, sem ekki er í stéttarfélagi, veikist og verður frá vinnu í hálft ár þá getur hann ekki reitt sig á sjúkrasjóð eða aðra þjónustu og stuðning síns stéttarfélags. Gunnar þarf þá að setja sig í sambandi við tryggingarfélagið sitt þar sem hann er sjúkratryggður. Það er því eðlismunur á viðbrögðum við veikindum þessara tveggja manna; sjúkrasjóðir eru stofnaðir til að tryggja réttindi félaga í stéttarfélögum í hvívetna en tryggingafyrirtæki er ætlað að hámarka hagnað fyrir eigendur sína. Tryggingafyrirtæki með sínu smáa letri setja svo ýmis skilyrði fyrir greiðslunni. Næði þetta frumvarp fram að ganga er augljóst að Jón og Gunnar verða ekki í sambærilegri stöðu þegar kemur að réttindum í veikindum þó einhver telji í því frelsi falið. Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri. Sterk verkalýðshreyfing hefur í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og verið hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags þar sem velsæld, uppbygging félagslega mikilvægra innviða og velferðarkerfis hafa verið höfð að leiðarljósi. Birtingarmyndir þess eru m.a. öflugir sjúkrasjóðir, uppbygging á ódýrara leiguhúsnæði í gegnum Bjarg íbúðafélag og efling á starfsgetu einstaklinga með heilsubrest til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði í gegnum Virk starfsendurhæfingu. Þá er ótalið það bætta aðgengi að nauðsynlegri samfélagsþjónustu sem félögum býðst í gegnum stéttarfélög, t.a.m. með ýmissi niðurgreiðslu á læknisaðstoð og sálfræðiþjónustu, líkamsræktarkortum og leigu orlofshúsnæðis. Réttindi launafólks eru því tryggð með þátttöku þess í stéttarfélögum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun