Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2022 07:03 Í tilkynningunni segir að ráðist hafi verið í skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir eru sagðar munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Vísir/Vilhelm Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri í tengslum við uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að salan hafi numið 177 milljónum Bandaríkjadala, um 24,5 milljörðum íslenskra króna, og hafi söluvöxtur numið sex prósentum í staðbundinni mynt en innri vöxtur var fjögur prósent í ársfjórðungnum. Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að góður vöxtur hafi verið á mörkuðum í Asíu þar sem sala hafi aukist á ný í Kína og Ástralíu auk þess sem salan í Ameríku hafi verið sterkari í þessum ársfjórðungi. „Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í aðfangakeðjunni leggjum við áherslu á skilvirka afhendingu á vörum okkar og lausnum. Enn er mikill áhugi á hinu nýja Power Knee og ánægja sjúklinga og þjónustaðila er okkur mikil hvatning að markmiði okkar um að auka hreyfanleika fólks. Við gengum frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem er leiðandi í mekanískum stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað,“ er haft eftir Sveini. Önnur atriði úr fréttatilkynningu Össurar: Innri vöxtur var 4% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum á þriðja ársfjórðungi 2022. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var innri vöxtur 3% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum. Styrking Bandaríkjadollar gagnvart Evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafði neikvæð áhrif á tekjur félagsins í Bandaríkjadollurum að fjárhæð 14 milljónum Bandaríkjadala (2 milljörðum íslenskra króna) samanborið við sama tímabil í fyrra. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Einskiptisliðir námu um 14 milljónum Bandaríkjadala (1,9 milljarði íslenskra króna) í ársfjórðungnum, aðallega vegna fyrrnefndra skipulagsbreytinga og aðgerða til lækkunar á kostnaði. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir að teknu tilliti til einskiptisliða (EBITDA before special items) nam 35 milljónum Bandaríkjadala (4,9 milljörðum íslenskra króna) eða 20% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2022 samanborið við 21% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 21 milljónum Bandaríkjadala (3 milljörðum íslenskra króna) eða 12% af veltu á þriðja ársfjórðungi og nam 53 milljón Bandaríkjadala (7 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu á fyrstu níu mánuðum ársins. Skuldsetningarhlutfallið var 2.8x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0-3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Á þriðja ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Sala Naked Prosthetics nam 9 milljónum Bandaríkjadala (1,1 milljarði íslenskra króna) árið 2021. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir um 4-6% innri vexti og um 18-20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Eins og stendur, gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur og EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða verði í neðri hluta áætlunarinnar. Össur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri í tengslum við uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að salan hafi numið 177 milljónum Bandaríkjadala, um 24,5 milljörðum íslenskra króna, og hafi söluvöxtur numið sex prósentum í staðbundinni mynt en innri vöxtur var fjögur prósent í ársfjórðungnum. Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að góður vöxtur hafi verið á mörkuðum í Asíu þar sem sala hafi aukist á ný í Kína og Ástralíu auk þess sem salan í Ameríku hafi verið sterkari í þessum ársfjórðungi. „Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í aðfangakeðjunni leggjum við áherslu á skilvirka afhendingu á vörum okkar og lausnum. Enn er mikill áhugi á hinu nýja Power Knee og ánægja sjúklinga og þjónustaðila er okkur mikil hvatning að markmiði okkar um að auka hreyfanleika fólks. Við gengum frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem er leiðandi í mekanískum stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað,“ er haft eftir Sveini. Önnur atriði úr fréttatilkynningu Össurar: Innri vöxtur var 4% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum á þriðja ársfjórðungi 2022. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var innri vöxtur 3% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum. Styrking Bandaríkjadollar gagnvart Evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafði neikvæð áhrif á tekjur félagsins í Bandaríkjadollurum að fjárhæð 14 milljónum Bandaríkjadala (2 milljörðum íslenskra króna) samanborið við sama tímabil í fyrra. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Einskiptisliðir námu um 14 milljónum Bandaríkjadala (1,9 milljarði íslenskra króna) í ársfjórðungnum, aðallega vegna fyrrnefndra skipulagsbreytinga og aðgerða til lækkunar á kostnaði. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir að teknu tilliti til einskiptisliða (EBITDA before special items) nam 35 milljónum Bandaríkjadala (4,9 milljörðum íslenskra króna) eða 20% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2022 samanborið við 21% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 21 milljónum Bandaríkjadala (3 milljörðum íslenskra króna) eða 12% af veltu á þriðja ársfjórðungi og nam 53 milljón Bandaríkjadala (7 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu á fyrstu níu mánuðum ársins. Skuldsetningarhlutfallið var 2.8x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0-3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Á þriðja ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Sala Naked Prosthetics nam 9 milljónum Bandaríkjadala (1,1 milljarði íslenskra króna) árið 2021. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir um 4-6% innri vexti og um 18-20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Eins og stendur, gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur og EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða verði í neðri hluta áætlunarinnar.
Össur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira