Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 16:39 Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði fyrst í fréttir síðasta haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Efling Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins. Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins.
Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10