Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:00 Liverpool hefur verið án lykilmanna í mörgum leikjum til þessa á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira