Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:00 Liverpool hefur verið án lykilmanna í mörgum leikjum til þessa á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira