„Það væri náttúrulega bara stórslys“ Snorri Másson skrifar 27. október 2022 08:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín. Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58