Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta Björg Sveins skrifar 27. október 2022 07:31 Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun