Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um mögulegan formannsslag í Sjálfstæðisflokknum, tannréttingar barna, málefni Ferðafélags Íslands og vendingar á Alþingi frá því í morgun. 

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en háværar raddir hafa verið uppi um að hann hyggist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni á komandi landsfundi flokksins.

Einnig heyrum við í settum Umboðsmanni barna sem hefur beint því til heilbrigðsráðherra að hann endurskoði niðurgreiðslu sjúkratrygginga á tannréttingum barna. 

Þá verður einnig fjallað um væringar innan Ferðafélags Íslands en á fundi í kvöld stendur til að leggja fram vantrauststillögu á núverandi stjórn félagsins. 

Einnig heyrum við frá sérstakri umræðu á Alþingi um málefni Samherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×