Betri framtíð fyrir börnin okkar Ingibjörg Isaksen skrifar 27. október 2022 12:00 Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun