„Mjög íþyngjandi kostnaður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2022 20:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir tannréttingar barna eiga að vera gjaldfrjálsar. Vísir/Vilhelm Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar. Umboðsmaður barna hefur sent erindi á heilbrigðisráðherra þar sem hann er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. „Þess vegna fannst okkur fullt tilefni til þess að senda heilbrigðisráðherra þetta bréf. Koma þessum ábendingum á framfæri og um leið benda á þau ákvæði Barnasáttmálans sem eiga við um annars vegar rétt barna til bestu mögulega heilsufars- og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og líka meginreglu Barnasáttmálans um að ekki megi mismuna börnum eftir til dæmis stöðu foreldra þeirra og þar af leiðandi fjárhag fjölskyldunnar,“ segir Guðríður Bolladóttir settur umboðsmaður barna. Þörf sé á að heilbrigðisráðuneytið meti hversu stór hópur sé í þessari stöðu. „Þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum“ Kristín Heimisdóttir formaður Tannréttingafélags Íslands segir dæmi um að foreldrar hafi hætt við tannréttingar þegar þeir heyra hver kostnaðurinn er. „Eða það jafnvel kemur ekki. Ég held að það séu margir sem bara koma ekki. Við heyrum það frá almennum tannlæknum sem eru búnir að vísa börnunum til sérfræðings og svo kemur barnið eftir hálft ár eða eitt ár og tannlæknir spyr hvort að viðkomandi hafi farið og sérfræðing og þá hefur það ekki verið sett á dagskrá og þá er það yfirleitt út af kostnaði. Þetta er bara staðreynd að þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum. Þetta lítur bara þannig við okkur að það er verið að mismuna börnum eftir efnahag foreldra.“ Kristín segir Tannréttingafélagið hafa fundað með Sjúkratryggingum vegna málsins og að annar fundur sé fyrirhugaður í næstu viku. „Það sem er nú kannski alvarlegast í þessu er að styrkurinn hefur ekkert hækkað í tuttugu ár og ég held að það sé nú vilji til þess að reyna að færa þetta í rétt horf. Þetta er náttúrulega bara að þegar einhver fjárhæð hefur ekki verið hækkuð svona lengi þá verður þetta svo stórt stökk.“ Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að tannréttingar fyrir börn séu gjaldfrjálsar og hafa nú í þriðja sinn lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis á Alþingi. „Það auðvitað blasir við að þetta er mjög íþyngjandi kostnaður, af því þetta er ekkert eitthvað klink, þetta er milljón og meira og oft gengur þetta nú í erfðir. Það er að segja ef það er eitt barn þá eru það öll börnin. Þannig að það hefur mjög mikil áhrif á fjölskylduhag og það er skrýtið að við séum ekki með tennur inni í sjúkratryggingum,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mikilvægt sé að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir breytingu á núverandi kerfi. „Við viljum að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp næsta vor þar sem áætlun verður um að þetta fari inn í sjúkratryggingarnar. Af því að við vitum alveg að það er gert þannig á Norðurlöndunum sem við berum okkur oft saman við. Þar er mjög kröftugt endurgreiðslukerfi og við eigum auðvitað að fara sömu leið. Tennur eru hluti af líkama og mikil tannskekkja getur valdið miklu tjóni á bæði útliti og heilsu.“ Börn og uppeldi Tannheilsa Alþingi Samfylkingin Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27. október 2022 07:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur sent erindi á heilbrigðisráðherra þar sem hann er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. „Þess vegna fannst okkur fullt tilefni til þess að senda heilbrigðisráðherra þetta bréf. Koma þessum ábendingum á framfæri og um leið benda á þau ákvæði Barnasáttmálans sem eiga við um annars vegar rétt barna til bestu mögulega heilsufars- og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og líka meginreglu Barnasáttmálans um að ekki megi mismuna börnum eftir til dæmis stöðu foreldra þeirra og þar af leiðandi fjárhag fjölskyldunnar,“ segir Guðríður Bolladóttir settur umboðsmaður barna. Þörf sé á að heilbrigðisráðuneytið meti hversu stór hópur sé í þessari stöðu. „Þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum“ Kristín Heimisdóttir formaður Tannréttingafélags Íslands segir dæmi um að foreldrar hafi hætt við tannréttingar þegar þeir heyra hver kostnaðurinn er. „Eða það jafnvel kemur ekki. Ég held að það séu margir sem bara koma ekki. Við heyrum það frá almennum tannlæknum sem eru búnir að vísa börnunum til sérfræðings og svo kemur barnið eftir hálft ár eða eitt ár og tannlæknir spyr hvort að viðkomandi hafi farið og sérfræðing og þá hefur það ekki verið sett á dagskrá og þá er það yfirleitt út af kostnaði. Þetta er bara staðreynd að þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum. Þetta lítur bara þannig við okkur að það er verið að mismuna börnum eftir efnahag foreldra.“ Kristín segir Tannréttingafélagið hafa fundað með Sjúkratryggingum vegna málsins og að annar fundur sé fyrirhugaður í næstu viku. „Það sem er nú kannski alvarlegast í þessu er að styrkurinn hefur ekkert hækkað í tuttugu ár og ég held að það sé nú vilji til þess að reyna að færa þetta í rétt horf. Þetta er náttúrulega bara að þegar einhver fjárhæð hefur ekki verið hækkuð svona lengi þá verður þetta svo stórt stökk.“ Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að tannréttingar fyrir börn séu gjaldfrjálsar og hafa nú í þriðja sinn lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis á Alþingi. „Það auðvitað blasir við að þetta er mjög íþyngjandi kostnaður, af því þetta er ekkert eitthvað klink, þetta er milljón og meira og oft gengur þetta nú í erfðir. Það er að segja ef það er eitt barn þá eru það öll börnin. Þannig að það hefur mjög mikil áhrif á fjölskylduhag og það er skrýtið að við séum ekki með tennur inni í sjúkratryggingum,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mikilvægt sé að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir breytingu á núverandi kerfi. „Við viljum að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp næsta vor þar sem áætlun verður um að þetta fari inn í sjúkratryggingarnar. Af því að við vitum alveg að það er gert þannig á Norðurlöndunum sem við berum okkur oft saman við. Þar er mjög kröftugt endurgreiðslukerfi og við eigum auðvitað að fara sömu leið. Tennur eru hluti af líkama og mikil tannskekkja getur valdið miklu tjóni á bæði útliti og heilsu.“
Börn og uppeldi Tannheilsa Alþingi Samfylkingin Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27. október 2022 07:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27. október 2022 07:21