Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2022 14:01 Þjófarnir rændu einni flösku af Chateau d´Yquem frá árinu 1806, sem metin er á andvirði 45 milljóna íslenskra króna. Wikimedia Commons Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira