Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2022 14:01 Þjófarnir rændu einni flösku af Chateau d´Yquem frá árinu 1806, sem metin er á andvirði 45 milljóna íslenskra króna. Wikimedia Commons Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira