Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. október 2022 07:01 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun