Segir Árna hafa áreitt fleiri stúlkur og þverbrotið siðareglur Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Árni Eggert Harðarson var rekinn frá Haukum eftir að upp komst um að hann hefði sent stúlkum í öðrum félögum óviðeigandi skilaboð. VÍSIR/BÁRA Þjálfarinn Árni Eggert Harðarson þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með samskiptum sínum við körfuboltastúlkur undir lögaldri. Samskiptin voru við fleiri stúlkur en hann hefur sjálfur látið uppi og átti hann ætíð sjálfur frumkvæðið að þeim. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, og byggir á þeim upplýsingum sem sambandið hefur fengið vegna málsins. Árni Eggert var í október rekinn frá Haukum eftir að upp komst um það að hann hefði ítrekað sent ungum leikmönnum annarra félaga, 15-16 ára stúlkum, óviðeigandi skilaboð. Hann var einnig aðstoðarþjálfari U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna í sumar en mun ekki starfa frekar fyrir KKÍ. Árni játti því í samtali við Vísi í síðustu viku að óviðeigandi hefði verið að senda stúlkunum skilaboð en sagði þau ekki hafa verið klámfengin eða dónaleg. „Málið kemur fyrst inn á borð til okkar frá félagi þar sem grunur hafði vaknað um brot gagnvart stúlkum. Öll félögin sem koma að málinu hafa brugðist mjög vel við,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Þjálfari eigi aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir lögaldri Málið hafi farið inn á borð samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. „Við í KKÍ erum í raun til hliðar í málinu af því að viðkomandi var ekki í vinnu hjá okkur þegar þetta kemur upp, þó að hann hafi verið aðstoðarþjálfari landsliða síðasta sumar. En við fylgjumst með og sendum málið til samskiptaráðgjafa og viðkomandi yfirvalda sem skoða málið. Við stöndum með þolendum og það er alveg ljóst að gerandinn í málinu þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með framferði sínu. Þjálfari, eða nokkur annar, á aldrei að vera í svona samskiptum við sína iðkendur, börn undir lögaldri, eins og viðkomandi þjálfari gerði,“ segir Hannes. „Þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er“ Árni tjáði Vísi í síðustu viku að skilaboðin sem hann sendi stúlkunum hefðu snúist um körfubolta en einnig um nám og félagslíf þeirra. Hann sagði stúlkurnar fjórar en „mögulega fleiri“, og mismunandi væri hver hefði átt frumkvæðið. Hannes segir það rangt. „Það er alveg ljóst miðað við þær upplýsingar sem við höfum að gerandinn fór ansi frjálslega með sannleikann í þessu viðtali,“ segir Hannes. „Hann hefur verið í sambandi við fleiri stúlkur og það er hann sem að á frumkvæðið að þessum samskiptum. Við þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er. Þjálfari á aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir 18 ára aldri. Forráðamenn barnanna eiga alltaf að vera með í samskiptum,“ segir Hannes. Mikilvægt að leitað sé til samskiptaráðgjafa Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort að Árni hafi áður gerst sekur um brot, þegar hann starfaði hjá öðrum félögum. „Það er þó eitt af því sem verið er að skoða í málinu. Og ef að einhver telur að hann eða aðrir hafi brotið á sér þá hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við samskiptaráðgjafa. Það skiptir miklu máli. Það er alveg ljóst að siðareglur voru margbrotnar í þessu máli og að þolendurnir í þessu öllu gerðu ekkert rangt. Og það er svo mikilvægt að ef að fleiri telja á sér brotið, sama í hvaða íþróttagrein eða hvar það er, að þau leiti til samskiptaráðgjafa eða þar til bærra yfirvalda,“ segir Hannes. Á heimasíðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er hægt að tilkynna um áreiti eða einelti og fá leiðbeiningar eða aðstoð. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, og byggir á þeim upplýsingum sem sambandið hefur fengið vegna málsins. Árni Eggert var í október rekinn frá Haukum eftir að upp komst um það að hann hefði ítrekað sent ungum leikmönnum annarra félaga, 15-16 ára stúlkum, óviðeigandi skilaboð. Hann var einnig aðstoðarþjálfari U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna í sumar en mun ekki starfa frekar fyrir KKÍ. Árni játti því í samtali við Vísi í síðustu viku að óviðeigandi hefði verið að senda stúlkunum skilaboð en sagði þau ekki hafa verið klámfengin eða dónaleg. „Málið kemur fyrst inn á borð til okkar frá félagi þar sem grunur hafði vaknað um brot gagnvart stúlkum. Öll félögin sem koma að málinu hafa brugðist mjög vel við,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Þjálfari eigi aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir lögaldri Málið hafi farið inn á borð samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. „Við í KKÍ erum í raun til hliðar í málinu af því að viðkomandi var ekki í vinnu hjá okkur þegar þetta kemur upp, þó að hann hafi verið aðstoðarþjálfari landsliða síðasta sumar. En við fylgjumst með og sendum málið til samskiptaráðgjafa og viðkomandi yfirvalda sem skoða málið. Við stöndum með þolendum og það er alveg ljóst að gerandinn í málinu þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með framferði sínu. Þjálfari, eða nokkur annar, á aldrei að vera í svona samskiptum við sína iðkendur, börn undir lögaldri, eins og viðkomandi þjálfari gerði,“ segir Hannes. „Þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er“ Árni tjáði Vísi í síðustu viku að skilaboðin sem hann sendi stúlkunum hefðu snúist um körfubolta en einnig um nám og félagslíf þeirra. Hann sagði stúlkurnar fjórar en „mögulega fleiri“, og mismunandi væri hver hefði átt frumkvæðið. Hannes segir það rangt. „Það er alveg ljóst miðað við þær upplýsingar sem við höfum að gerandinn fór ansi frjálslega með sannleikann í þessu viðtali,“ segir Hannes. „Hann hefur verið í sambandi við fleiri stúlkur og það er hann sem að á frumkvæðið að þessum samskiptum. Við þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er. Þjálfari á aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir 18 ára aldri. Forráðamenn barnanna eiga alltaf að vera með í samskiptum,“ segir Hannes. Mikilvægt að leitað sé til samskiptaráðgjafa Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort að Árni hafi áður gerst sekur um brot, þegar hann starfaði hjá öðrum félögum. „Það er þó eitt af því sem verið er að skoða í málinu. Og ef að einhver telur að hann eða aðrir hafi brotið á sér þá hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við samskiptaráðgjafa. Það skiptir miklu máli. Það er alveg ljóst að siðareglur voru margbrotnar í þessu máli og að þolendurnir í þessu öllu gerðu ekkert rangt. Og það er svo mikilvægt að ef að fleiri telja á sér brotið, sama í hvaða íþróttagrein eða hvar það er, að þau leiti til samskiptaráðgjafa eða þar til bærra yfirvalda,“ segir Hannes. Á heimasíðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er hægt að tilkynna um áreiti eða einelti og fá leiðbeiningar eða aðstoð.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira