Tók af sér hjálminn eftir snilldar snertimark og klúðraði leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:00 DJ Moore tók af sér hjálminn þegar hann fagnaði snertimarkinu og það varð á endanum dýrkeypt. AP/John Amis Leikmenn hafa sjaldan farið jafnfljótt úr því að vera hetja í það að verða skúrkur og NFL-leikmaðurinn DJ Moore um helgina. DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans. NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans.
NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira