Leikmaður Indiana Pacers segir Lakers ætti að ná í sig og liðsfélaga sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 15:01 Myles Turner treður boltanum í körfuna í leik með Indiana Pacers. AP/Nick Wass Myles Turner, miðherji Indiana Pacers, vill að Los Angeles Lakers skoði betur að sækja sig til Indiana. Los Angeles Lakers og Indiana Pacers ræddu möguleg leikmannaskipti í sumar þar sem Indiana átti að fá Russell Westbrook og valrétti í skiptum fyrir Myles Turner og Buddy Hield. Þær viðræður leystust upp og ekkert varð að slíkum skiptum. Westbrook er enn að spila hjá Lakers en kemur nú inn af bekknum. „Ef ég væri Lakers þá myndi ég skoða þetta betur miðað við þá stöðu sem þeir eru í,“ sagði Myles Turner í viðtali í hlaðvarpsþættinum „The Woj Pod“ á ESPN. Should the Lakers give up the two picks? Full audio of Pacers center Myles Turner on The Woj Pod: https://t.co/yP00bwvnMZ pic.twitter.com/GZvSg9BLyp— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 31, 2022 „Ég veit að ég get komið með góða hluti inn í liðið, leiðtogahæfni, varin skot, þriggja stiga skot og bara hæfileika mína að skila góðum hlutum inn á vellinum,“ sagði Turner. „Þeir ættu að skoða þetta mjög vel en hvað varðar þessa ákvörðun þá fæ ég borgað fyrir að taka skot en ekki að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Turner. Lakers vill helst ekki missa valrétti sína 2027 og 2029 enda gæti verið erfitt án þeirra að sækja næga hjálp fyrir stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis. Lakers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum en vann loksins í síðasta leik. Þá voru öll hin lið NBA búin að vinna. Indiana Pacers hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum. Not in Myles Turner's paint! @Pacers lead early on ESPN pic.twitter.com/QfmuNHFnSb— NBA (@NBA) October 29, 2022 Turner er 26 ára gamall miðherji sem er að spila sitt áttunda tímabil með Indiana. Hann er með 12,7 stig, 6,7 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali á NBA-ferlinum þar sem hann hefur nýtt 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Buddy Hield er 29 ára gamall skotbakvörður og ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar. Hann hefur skoraði 15,9 stig í leik á NBA-ferlinu og er með rétt tæplega fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. Á þessu tímabili er Hield með 17,1 stig í leik og 44,6 prósent þriggja stiga nýtingu. Turner er með 16,0 stig, 8,0 fráköst og 4,5 varin skot í leik. NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Los Angeles Lakers og Indiana Pacers ræddu möguleg leikmannaskipti í sumar þar sem Indiana átti að fá Russell Westbrook og valrétti í skiptum fyrir Myles Turner og Buddy Hield. Þær viðræður leystust upp og ekkert varð að slíkum skiptum. Westbrook er enn að spila hjá Lakers en kemur nú inn af bekknum. „Ef ég væri Lakers þá myndi ég skoða þetta betur miðað við þá stöðu sem þeir eru í,“ sagði Myles Turner í viðtali í hlaðvarpsþættinum „The Woj Pod“ á ESPN. Should the Lakers give up the two picks? Full audio of Pacers center Myles Turner on The Woj Pod: https://t.co/yP00bwvnMZ pic.twitter.com/GZvSg9BLyp— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 31, 2022 „Ég veit að ég get komið með góða hluti inn í liðið, leiðtogahæfni, varin skot, þriggja stiga skot og bara hæfileika mína að skila góðum hlutum inn á vellinum,“ sagði Turner. „Þeir ættu að skoða þetta mjög vel en hvað varðar þessa ákvörðun þá fæ ég borgað fyrir að taka skot en ekki að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Turner. Lakers vill helst ekki missa valrétti sína 2027 og 2029 enda gæti verið erfitt án þeirra að sækja næga hjálp fyrir stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis. Lakers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum en vann loksins í síðasta leik. Þá voru öll hin lið NBA búin að vinna. Indiana Pacers hefur unnið þrjá af sjö leikjum sínum. Not in Myles Turner's paint! @Pacers lead early on ESPN pic.twitter.com/QfmuNHFnSb— NBA (@NBA) October 29, 2022 Turner er 26 ára gamall miðherji sem er að spila sitt áttunda tímabil með Indiana. Hann er með 12,7 stig, 6,7 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali á NBA-ferlinum þar sem hann hefur nýtt 35 prósent þriggja stiga skota sinna. Buddy Hield er 29 ára gamall skotbakvörður og ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar. Hann hefur skoraði 15,9 stig í leik á NBA-ferlinu og er með rétt tæplega fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. Á þessu tímabili er Hield með 17,1 stig í leik og 44,6 prósent þriggja stiga nýtingu. Turner er með 16,0 stig, 8,0 fráköst og 4,5 varin skot í leik.
NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira