Elvar skoraði 18 stig fyrir Rytas í kvöld og var næst stigahæsti maður vallarins á eftir liðsfélaga sínum Marcus Foster sem skoraði 24. Elvar tók einnig sex fráköst og gaf fimm stöðsendingar fyrir heimamenn.
Elvar og félagar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu 19 af fyrstu 23 stigum leiksins. Liðið jók forskot sitt jafnt og þétt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og leiddi með 26 stigum þegar gengið var til búningsherbergja.
Mest náðu Elvar og félagar 29 stiga forskoti í leiknum, en liðið vann að lokum öruggan 25 stiga sigur, 89-64.
Þetta var fyrsti sigur liðsins í Meistaradeildinni á tímabilinu, en Rytas er nú með einn sigur og tvö töp í öðru sæti riðilsins. Peristeri trónir hins vegar enn á toppnum með tvo sigra og eitt tap, en Tenerife og Bnei Herzliya mætast í kvöld.