Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:02 Spurðir að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um í brúnni, vísuðu Bjarni og Guðlaugur báðir til reynslu sinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. „Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum