„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:33 Wilhelm og Ingibjörg eru tvö þeirra sem höfðuðu mál fyrir hönd Gráa hersins vegna skerðinga á réttindum Vísir/Egill Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu. Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm. Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm.
Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36
Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24
Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53
Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48