Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Ísleifur Þórhallsson hátíðarstjóri Iceland airwaves setur hátíðina á Grund í morgun. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug. Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira
Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves.
Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira
Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36
Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01
Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31