Dósum stolið fyrir milljón frá Hjálparsveitinni Tintron Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2022 14:03 Jakob Guðnason, varaformaður Tintrons í Grímsnesi, sem segir að væri ekki verið að stela dósum úr dósakössum sveitarinnar fengin sveitin milljón meira í tekjur á ári. SigóSig Mikið svekkelsi er á meðan björgunarsveitarmanna í Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi því það er ítrekað verið að stela dósum úr dósagámum sveitarinnar, sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Tintron er með nokkra stóra dósagáma staðsetta hér og þar í sveitarfélaginu og hafa þeir gefið sveitinni miklar tekjur enda mikið af sumarbústaðafólki og ferðamönnum á svæðinu, sem lætur dósir og flöskur í gámana og styrkir þar með Tintron, svo ekki sé minnst á heimamenn. Gámarnir eru samstarfsverkefni Tintron og Grænna Skáta. Jakbob Guðnason er varaformaður Tintrons. „Það eru óprúttnir aðilar að stela dósunum frá okkur, sem Græni Skátar og Tintron eru að safna hér í Grímsnesi. Þar er farið mjög reglulega, nánast hverja helgi og tæmdir hjá okkur kassarnir,“ segir Jakob. Jakob segir þetta óþolandi og mikinn tekjumissi því sveitin sé til dæmis í framkvæmdum við húsnæði sitt og að ágóðinn af dósunum hafi verið einu föstu tekjurnar. „Það hefur verið upp á síðkastið til dæmis núna tvær síðustu helgar hefur verið farið í fimm til sex gáma, bæði hjá okkur og svo á Laugarvatni. Þannig að þetta er gert skipulega, það er ekki bara einhver einn gámur tekinn, heldur er farið á allar stöðvarnar,“ bætir Jakob við. Jakob segir að dósagámarnir séu brotnir upp með því að klippa á lása oft með tilheyrandi skemmtum, sem sé þá tjón fyrir Græna skáta, sem eiga gámana. Síðan eru notuð tæki og tól til að ná dósunum upp úr gámunum. „Það er einhver grunur, lögreglan hefur aðeins verið að aðstoða okkur í þessu en við vitum ekki núna hver þetta er. Það er búið að taka nokkra aðila í sumar þar sem þetta er ekki bara bundið við okkar svæði, Grímsnesið eða Árnessýsluna, þetta er Borgarfjörðurinn og höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Jakob. Jakob segir að nú sé unnið að því að setja upp myndavélar og eftirlitskerfi við gáma þar sem það sé hægt en á öðrum stöðum er ekkert rafmagn og því ekki hægt að setja upp kerfi. En hvað er fjárhagstjónið mikið fyrir Tintron vegna stolinna dósa? „Miðað við það magn, sem er búið að vera að taka núna þá gætum við örugglega á ári verið að fá milljón meira ef það væri ekki tekið úr kössunum,“ segir varaformaður Tintrons í Grímsnes- og Grafningshreppi. Dósasöfnunin er samstarfsverkefni Hjálparsveitarinnar Tintron og Grænna skáta ( sem er í eigu Bandalags íslenskra skáta ) og er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila. Hér eru gámar á einu gámasvæðinu í Grímsnes- og Grafningshreppi.Aðsend Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Tintron er með nokkra stóra dósagáma staðsetta hér og þar í sveitarfélaginu og hafa þeir gefið sveitinni miklar tekjur enda mikið af sumarbústaðafólki og ferðamönnum á svæðinu, sem lætur dósir og flöskur í gámana og styrkir þar með Tintron, svo ekki sé minnst á heimamenn. Gámarnir eru samstarfsverkefni Tintron og Grænna Skáta. Jakbob Guðnason er varaformaður Tintrons. „Það eru óprúttnir aðilar að stela dósunum frá okkur, sem Græni Skátar og Tintron eru að safna hér í Grímsnesi. Þar er farið mjög reglulega, nánast hverja helgi og tæmdir hjá okkur kassarnir,“ segir Jakob. Jakob segir þetta óþolandi og mikinn tekjumissi því sveitin sé til dæmis í framkvæmdum við húsnæði sitt og að ágóðinn af dósunum hafi verið einu föstu tekjurnar. „Það hefur verið upp á síðkastið til dæmis núna tvær síðustu helgar hefur verið farið í fimm til sex gáma, bæði hjá okkur og svo á Laugarvatni. Þannig að þetta er gert skipulega, það er ekki bara einhver einn gámur tekinn, heldur er farið á allar stöðvarnar,“ bætir Jakob við. Jakob segir að dósagámarnir séu brotnir upp með því að klippa á lása oft með tilheyrandi skemmtum, sem sé þá tjón fyrir Græna skáta, sem eiga gámana. Síðan eru notuð tæki og tól til að ná dósunum upp úr gámunum. „Það er einhver grunur, lögreglan hefur aðeins verið að aðstoða okkur í þessu en við vitum ekki núna hver þetta er. Það er búið að taka nokkra aðila í sumar þar sem þetta er ekki bara bundið við okkar svæði, Grímsnesið eða Árnessýsluna, þetta er Borgarfjörðurinn og höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Jakob. Jakob segir að nú sé unnið að því að setja upp myndavélar og eftirlitskerfi við gáma þar sem það sé hægt en á öðrum stöðum er ekkert rafmagn og því ekki hægt að setja upp kerfi. En hvað er fjárhagstjónið mikið fyrir Tintron vegna stolinna dósa? „Miðað við það magn, sem er búið að vera að taka núna þá gætum við örugglega á ári verið að fá milljón meira ef það væri ekki tekið úr kössunum,“ segir varaformaður Tintrons í Grímsnes- og Grafningshreppi. Dósasöfnunin er samstarfsverkefni Hjálparsveitarinnar Tintron og Grænna skáta ( sem er í eigu Bandalags íslenskra skáta ) og er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila. Hér eru gámar á einu gámasvæðinu í Grímsnes- og Grafningshreppi.Aðsend
Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira