Dósum stolið fyrir milljón frá Hjálparsveitinni Tintron Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2022 14:03 Jakob Guðnason, varaformaður Tintrons í Grímsnesi, sem segir að væri ekki verið að stela dósum úr dósakössum sveitarinnar fengin sveitin milljón meira í tekjur á ári. SigóSig Mikið svekkelsi er á meðan björgunarsveitarmanna í Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi því það er ítrekað verið að stela dósum úr dósagámum sveitarinnar, sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Tintron er með nokkra stóra dósagáma staðsetta hér og þar í sveitarfélaginu og hafa þeir gefið sveitinni miklar tekjur enda mikið af sumarbústaðafólki og ferðamönnum á svæðinu, sem lætur dósir og flöskur í gámana og styrkir þar með Tintron, svo ekki sé minnst á heimamenn. Gámarnir eru samstarfsverkefni Tintron og Grænna Skáta. Jakbob Guðnason er varaformaður Tintrons. „Það eru óprúttnir aðilar að stela dósunum frá okkur, sem Græni Skátar og Tintron eru að safna hér í Grímsnesi. Þar er farið mjög reglulega, nánast hverja helgi og tæmdir hjá okkur kassarnir,“ segir Jakob. Jakob segir þetta óþolandi og mikinn tekjumissi því sveitin sé til dæmis í framkvæmdum við húsnæði sitt og að ágóðinn af dósunum hafi verið einu föstu tekjurnar. „Það hefur verið upp á síðkastið til dæmis núna tvær síðustu helgar hefur verið farið í fimm til sex gáma, bæði hjá okkur og svo á Laugarvatni. Þannig að þetta er gert skipulega, það er ekki bara einhver einn gámur tekinn, heldur er farið á allar stöðvarnar,“ bætir Jakob við. Jakob segir að dósagámarnir séu brotnir upp með því að klippa á lása oft með tilheyrandi skemmtum, sem sé þá tjón fyrir Græna skáta, sem eiga gámana. Síðan eru notuð tæki og tól til að ná dósunum upp úr gámunum. „Það er einhver grunur, lögreglan hefur aðeins verið að aðstoða okkur í þessu en við vitum ekki núna hver þetta er. Það er búið að taka nokkra aðila í sumar þar sem þetta er ekki bara bundið við okkar svæði, Grímsnesið eða Árnessýsluna, þetta er Borgarfjörðurinn og höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Jakob. Jakob segir að nú sé unnið að því að setja upp myndavélar og eftirlitskerfi við gáma þar sem það sé hægt en á öðrum stöðum er ekkert rafmagn og því ekki hægt að setja upp kerfi. En hvað er fjárhagstjónið mikið fyrir Tintron vegna stolinna dósa? „Miðað við það magn, sem er búið að vera að taka núna þá gætum við örugglega á ári verið að fá milljón meira ef það væri ekki tekið úr kössunum,“ segir varaformaður Tintrons í Grímsnes- og Grafningshreppi. Dósasöfnunin er samstarfsverkefni Hjálparsveitarinnar Tintron og Grænna skáta ( sem er í eigu Bandalags íslenskra skáta ) og er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila. Hér eru gámar á einu gámasvæðinu í Grímsnes- og Grafningshreppi.Aðsend Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Tintron er með nokkra stóra dósagáma staðsetta hér og þar í sveitarfélaginu og hafa þeir gefið sveitinni miklar tekjur enda mikið af sumarbústaðafólki og ferðamönnum á svæðinu, sem lætur dósir og flöskur í gámana og styrkir þar með Tintron, svo ekki sé minnst á heimamenn. Gámarnir eru samstarfsverkefni Tintron og Grænna Skáta. Jakbob Guðnason er varaformaður Tintrons. „Það eru óprúttnir aðilar að stela dósunum frá okkur, sem Græni Skátar og Tintron eru að safna hér í Grímsnesi. Þar er farið mjög reglulega, nánast hverja helgi og tæmdir hjá okkur kassarnir,“ segir Jakob. Jakob segir þetta óþolandi og mikinn tekjumissi því sveitin sé til dæmis í framkvæmdum við húsnæði sitt og að ágóðinn af dósunum hafi verið einu föstu tekjurnar. „Það hefur verið upp á síðkastið til dæmis núna tvær síðustu helgar hefur verið farið í fimm til sex gáma, bæði hjá okkur og svo á Laugarvatni. Þannig að þetta er gert skipulega, það er ekki bara einhver einn gámur tekinn, heldur er farið á allar stöðvarnar,“ bætir Jakob við. Jakob segir að dósagámarnir séu brotnir upp með því að klippa á lása oft með tilheyrandi skemmtum, sem sé þá tjón fyrir Græna skáta, sem eiga gámana. Síðan eru notuð tæki og tól til að ná dósunum upp úr gámunum. „Það er einhver grunur, lögreglan hefur aðeins verið að aðstoða okkur í þessu en við vitum ekki núna hver þetta er. Það er búið að taka nokkra aðila í sumar þar sem þetta er ekki bara bundið við okkar svæði, Grímsnesið eða Árnessýsluna, þetta er Borgarfjörðurinn og höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Jakob. Jakob segir að nú sé unnið að því að setja upp myndavélar og eftirlitskerfi við gáma þar sem það sé hægt en á öðrum stöðum er ekkert rafmagn og því ekki hægt að setja upp kerfi. En hvað er fjárhagstjónið mikið fyrir Tintron vegna stolinna dósa? „Miðað við það magn, sem er búið að vera að taka núna þá gætum við örugglega á ári verið að fá milljón meira ef það væri ekki tekið úr kössunum,“ segir varaformaður Tintrons í Grímsnes- og Grafningshreppi. Dósasöfnunin er samstarfsverkefni Hjálparsveitarinnar Tintron og Grænna skáta ( sem er í eigu Bandalags íslenskra skáta ) og er mikilvæg fjáröflun fyrir báða aðila. Hér eru gámar á einu gámasvæðinu í Grímsnes- og Grafningshreppi.Aðsend
Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira