Óttast bakslag vegna orkukreppunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 14:48 Fjórir stjórnarmenn Ungra umhverfissinna sitja nú loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. GETTY/UNGIRUMHVERFISSINNAR „Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna. Ráðstefnan er haldin í Egyptalandi, og stendur yfir í tvær vikur. Um 30 þúsund gestir sækja ráðstefnuna og þar af minnst 120 þjóðarleiðtogar. „Hér er náttúrulega krafa um að fara úr jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun og yfir í endurnýjanlega orku en þessar fátækari þjóðir hafa oft ekki sama aðgang að þessari tækni í endurnýjanlegri orku og um það snýst þetta rosalega mikið.“ Hann segir stríðið í Úkraínu hafa sett strik í reikninginn og orkukreppuna sem varð til í kjölfarið. „Þá varð til fjárhagslegur hvati til að fara aftur í jarðefnaeldsneytið bara vegna kostnaðar og því gæti það orðið eins konar bakslag í baráttunni.“ Verður ekki megináhersla lögð á að halda dampi þrátt fyrir þetta? „Ég held að höfuðáhersla verði lögð á að ekki verði bakslag og að við höldum áfram ferðalaginu yfir í endurnýjanlega orku. Fátækari þjóðirnar munu líklega leggja áherslu á að ríkari þjóðirnar hjálpi til og veiti fjármagni í þetta.“ Hann segir að það sé gríðarlega mikið í húfi á ráðstefnunni. „Við erum að athuga hvort og þá hvernig þjóðirnar ætla að standa við sínar skuldbindingar í loftslagsmálum; skuldbindingar sem eru ekki nægjanlegar til að ná markmiðunum en fyrsta skrefið er auðvitað að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur og næsta er að láta þessi markmið ná enn lengra en þau gera núna því þau eru hvergi nærri nógu metnaðarfull.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði? 5. nóvember 2022 10:31 Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Ráðstefnan er haldin í Egyptalandi, og stendur yfir í tvær vikur. Um 30 þúsund gestir sækja ráðstefnuna og þar af minnst 120 þjóðarleiðtogar. „Hér er náttúrulega krafa um að fara úr jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun og yfir í endurnýjanlega orku en þessar fátækari þjóðir hafa oft ekki sama aðgang að þessari tækni í endurnýjanlegri orku og um það snýst þetta rosalega mikið.“ Hann segir stríðið í Úkraínu hafa sett strik í reikninginn og orkukreppuna sem varð til í kjölfarið. „Þá varð til fjárhagslegur hvati til að fara aftur í jarðefnaeldsneytið bara vegna kostnaðar og því gæti það orðið eins konar bakslag í baráttunni.“ Verður ekki megináhersla lögð á að halda dampi þrátt fyrir þetta? „Ég held að höfuðáhersla verði lögð á að ekki verði bakslag og að við höldum áfram ferðalaginu yfir í endurnýjanlega orku. Fátækari þjóðirnar munu líklega leggja áherslu á að ríkari þjóðirnar hjálpi til og veiti fjármagni í þetta.“ Hann segir að það sé gríðarlega mikið í húfi á ráðstefnunni. „Við erum að athuga hvort og þá hvernig þjóðirnar ætla að standa við sínar skuldbindingar í loftslagsmálum; skuldbindingar sem eru ekki nægjanlegar til að ná markmiðunum en fyrsta skrefið er auðvitað að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur og næsta er að láta þessi markmið ná enn lengra en þau gera núna því þau eru hvergi nærri nógu metnaðarfull.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53 Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði? 5. nóvember 2022 10:31 Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 6. nóvember 2022 10:53
Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði? 5. nóvember 2022 10:31
Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00