Fram kom í fréttum okkar á dögunum að Jón Sigurður væri sakaður um að sinna störfum sálfræðings án þess að hafa til þess starfsleyfi. Embætti landlæknis svipti hann starfsleyfinu og kvörtuðu fjölmargir undan því að hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem hvergi væru teknar gildar.
Frétt okkar á dögunum má sjá að neðan.
Jón Sigurður segir í samtali við fréttastofu að málið sé nú orðið að lögreglumáli. Hann hafi einu sinni mætt í skýrslutöku til lögreglu.
Þá hafi húsleit verið gerð á heimili hans. Húsleit er ekki framkvæmd nema rökstuddur grunur leiki á að viðkomandi framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og geti varðað fangelsisrefsingu að lögum.