Orkumál á krossgötum Hildigunnur H. Thorsteinsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun