Björn hættir sem ritstjóri DV Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 10:46 Björn Þorfinnsson hefur starfað sem ritstjóri DV undanfarið eitt og hálft ár. Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs. Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41