Baugsmálið - minningarorð Gestur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:51 Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi.“ Þessi orð skrifaði ég 7. júní 2008 eftir að ákæruvaldið hafði beðið nánast algjört skipbrot með tvær risastórar ákærur í 59 liðum í framhaldi af húsleit hjá Baugi sem gerð var 28. ágúst 2002. Á þeirri stundu óraði mig ekki fyrir því að enn væri langt í land. Hafði hreinlega ekki hugmyndaflug til þess að trúa því að þriðja ákæran í Baugsmálinu yrði gefin út rétt fyrir jólin 2008 og framundan væri 14 ára barátta fyrir dómstólum til viðbótar þeim 6 árum sem skjólstæðingur minn hafði þegar haft réttarstöðu sakbornings. Sú varð samt raunin. Í ákærunni 2008 var Jóni Ásgeiri gefið að sök að bera ábyrgð á 880 milljón króna vanframtöldum tekjum sem leitt hefði til 240 milljón króna vangreiðslu skatta. Stærstum hluta ákærunnar var vísað frá héraðsdómi vorið 2010. Hæstiréttur samþykkti ekki frávísun heldur vísaði málinu heim í hérað til efnismeðferðar á ný. Héraðsdómur tók við málinu aftur og upp var kveðinn efnisdómur í desember 2011. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi Jón Ásgeir fyrir að bera ábyrgð á 190 milljón króna vanframtöldum tekjum sem hafi leitt til vangreiðslu skatta að fjárhæð 33 milljónir króna. Var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljón króna sektar. Jón Ásgeir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar gekk dómur í maí 2017. Niðurstaðan var að málsmeðferðin hafi brotið gegn réttindum kærandans. Á grundvelli þess var óskað endurupptöku hæstaréttarmálsins og var sú beiðni samþykkt af endurupptökunefnd í apríl 2018. Með heimild endurupptökunefndar að vopni var leitað til Hæstaréttar um að fá málið dæmt að nýju. Hæstiréttur neitaði því. Vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli að ekki væri heimild í íslenskum lögum til þess að endurskoða dóm Hæstaréttar. Þessi niðurstaða leiddi til þess að enn var Ísland kært til MDE og nú á þeim grundvelli að Ísland veitti þegnum sínum ekki réttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu þótt MDE hefði staðfest að þau væru fyrir hendi. Leiddi þetta til lagabreytinga og stofnunar endurupptökudóms. Endurupptökudómur heimilaði endurupptöku þriðju ákæru Baugsmálsins í janúar á þessu ári. Þar með var felldur úr gildi dómur Hæstaréttar frá 2013. Var málið tekið fyrir og flutt fyrir Hæstarétti Íslands 19. október sl. Við flutning málsins fyrir réttinum stóðu eftir sakir á hendur Jóni Ásgeiri um að hann hafi borið ábyrgð á vanframtöldum greiðslum frá Baugi að fjárhæð 19 milljónir króna sem er nálægt því að vera 2% af því sem hann hafði verið ákærður fyrir. Vangreiðsla skatta sem af þessu átti að leiða var sögð rúmar 7 milljónir króna sem er um 3% vangreiðslunnar sem ákært var fyrir. Með öðrum orðum hafði 97% upphaflegu ákærunnar horfið við málsmeðferðina vegna þess að sýknað hafði verið eða ákæruliðum vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 var öllum ákæruliðum vegna persónulegra skattskila Jóns Ásgeirs vísað frá dómi. Stóðu þá eftir sakir vegna ábyrgðar hans á vangreiddum sköttum Baugs að fjárhæð rúmar 7 milljónir króna. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki skuli refsað fyrir þær sakir sem leiðir til þess að Jón Ásgeir á rétt á endurgreiðslu sektarinnar sem hann hafði greitt vegna dómsins frá 2013. Atvikin sem um var dæmt voru skattskil áranna 1998, 1999 og 2000. Nú, þegar upp er staðið eftir rúmlega 20 ára samfelldan málarekstur, er eini refsidómurinn sem eftir stendur á hendur Jóni Ásgeiri sakfelling samkvæmt einum undirlið í 15. lið annarrar ákæru Baugsmálsins sem leiddi til skilorðsbundinnar refsingar. Hún er ekki mikil eftirtekjan í þessu „stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar“. Jón Ásgeir fæddist árið 1968 og var því þrítugur við upphaf þessarar sögu. Af reynslu get ég sagt að fátt reynist manni erfiðara í lífinu en að vera borinn sökum um refsivert brot. Að meðferð refsimáls á hendur einstaklingi taki meira en tuttugu ár vona ég að gerist aldrei aftur. Ég leyfi mér að trúa því að dómur Hæstaréttar nú sé endir Baugsmálsins. Höfundur er hrl. og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun