Býður fundarlaun þeim sem getur bent á brennuvarg við Elliðavatn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2022 18:04 Guðmundur Unnsteinsson, eigandi sumarbústaðar sem kveikt var í á Þingnesi við Elliðavatn. Arnar Halldórsson Guðmundur Unnsteinsson, sem varð fyrir því um síðustu áramót að kveikt var í bústaðnum hans á Þingnesi við Elliðavatn, býður hverjum þeim fundarlaun sem veitt getur upplýsingar um brennuvarginn. Tveir bústaðir við vatnið brunnu til grunna í kringum síðustu áramót og virðist sem um vel skipulagðan ásetning hafi verið að ræða en ekki óviljaverk óreglufólks. „Við erum eiginlega mjög hissa á þessum brunum sem urðu. Það hefur verið svolítið um það á sumrin að svona ógæfufólk hafi farið í hús og brotist inn og dvalið um nótt. En aldrei verið kveikt í húsum fyrr og yfirleitt lágmarkstjón ef fólk hefur farið inn til að hlýja sér,“ segir Guðmundur en hann sagði frá þessu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Elliðavatn. Frá eldsvoðanum 4. janúar síðastliðinn.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Hann telur að þetta hafi verið einbeittur ásetningur. Einhver hafi ekið á fjórhjóli yfir vatnið á ís um miðja nótt og með bensínbrúsa. Förin hafi mátt rekja yfir vatnið milli Þingness og Elliðavatnsstíflu. Hann hefur ekki trú á því að hér hafi eitthvert ógæfufólk verið á ferð. Svona leit húsið út áður.Guðmundur Unnsteinsson „Ég hef ekki trú á því. Ég held að menn fari ekki hér þvert yfir vatnið í myrkri 4. janúar ef menn eru ekki allsgáðir. Ógæfufólk gerir það ekki. Og ekki þvert yfir vatnið á fjórhjóli.“ Hér má sjá viðtalsbút um eldsvoðann: Klippa: Býður fundarlaun fyrir brennuvarg við Elliðavatn Þáttinn um Elliðavatn má nálgast í heild á streymisveitunni Stöð 2+. Um land allt Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
„Við erum eiginlega mjög hissa á þessum brunum sem urðu. Það hefur verið svolítið um það á sumrin að svona ógæfufólk hafi farið í hús og brotist inn og dvalið um nótt. En aldrei verið kveikt í húsum fyrr og yfirleitt lágmarkstjón ef fólk hefur farið inn til að hlýja sér,“ segir Guðmundur en hann sagði frá þessu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Elliðavatn. Frá eldsvoðanum 4. janúar síðastliðinn.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Hann telur að þetta hafi verið einbeittur ásetningur. Einhver hafi ekið á fjórhjóli yfir vatnið á ís um miðja nótt og með bensínbrúsa. Förin hafi mátt rekja yfir vatnið milli Þingness og Elliðavatnsstíflu. Hann hefur ekki trú á því að hér hafi eitthvert ógæfufólk verið á ferð. Svona leit húsið út áður.Guðmundur Unnsteinsson „Ég hef ekki trú á því. Ég held að menn fari ekki hér þvert yfir vatnið í myrkri 4. janúar ef menn eru ekki allsgáðir. Ógæfufólk gerir það ekki. Og ekki þvert yfir vatnið á fjórhjóli.“ Hér má sjá viðtalsbút um eldsvoðann: Klippa: Býður fundarlaun fyrir brennuvarg við Elliðavatn Þáttinn um Elliðavatn má nálgast í heild á streymisveitunni Stöð 2+.
Um land allt Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58