Sýningarflugvélar skullu saman í lofti Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 23:06 B-17 sprengjuflugvél sprakk með miklum látum eftir að hún hrapaði í Dallas í dag. Nathaniel Ross Photography/AP Talið er að sex manns hafi verið um borð í tveimur gömlum herflugvélum sem skullu saman í lofti á hersýningu í Dallas í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira