Freyr ætlar að kaupa þúsund bjóra eftir sigur Lyngby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2022 12:02 Freyr Alexandersson stýrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson var eðlilega hátt uppi þegar lið hans Lyngby vann loks leik í dönsku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Eftir leik sagðist hann ætla að kaupa þúsund Carlsberg-bjóra til að fagna sigrinum. Nýliðarnir hafa ekki haft ærna ástæðu til að fagna það sem af er leiktímabili, það er þangað til í gær. Í síðustu umferðinni fyrir jóla og HM frí þá tókst Lyngby að landa 2-0 sigri á útivelli gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Lyngby er vissulega enn langneðst í deildinni en sigurinn gefur liðinu aukna trú á verkefnið og hver veit nema endurkoma Alfreðs Finnbogasonar eftir áramót verði stökkpallurinn sem liðið þarf. Freyr ákvað allavega eftir leik að gefa mönnum leyfi til að sletta aðeins úr klaufunum fyrst næsti deildarleikur er ekki fyrr en í febrúar á næsta ári. Hann ætlar sjálfur að leggja 1000 bjóra í púkkið. „Njótið augnabliksins, förum svo í rútuna og heim. Ég kaupi svo þúsund Carlsberg-bjóra og þið getið haldið gott partí. Það er verðskuldað strákar,“ sagði Freyr við leikmenn sína inn í klefa en danska sjónvarpsstöðin TV3 var með myndavél í klefanum. Så kom den sejr! Lyngby Football here we go #sldk #siflbk #SammenforLyngby pic.twitter.com/coxQ1hfCBE— Pelle Lindegaard Bügel (@PellePjevs) November 12, 2022 Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. 8. nóvember 2022 07:30 Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. 15. október 2022 07:01 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Nýliðarnir hafa ekki haft ærna ástæðu til að fagna það sem af er leiktímabili, það er þangað til í gær. Í síðustu umferðinni fyrir jóla og HM frí þá tókst Lyngby að landa 2-0 sigri á útivelli gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Lyngby er vissulega enn langneðst í deildinni en sigurinn gefur liðinu aukna trú á verkefnið og hver veit nema endurkoma Alfreðs Finnbogasonar eftir áramót verði stökkpallurinn sem liðið þarf. Freyr ákvað allavega eftir leik að gefa mönnum leyfi til að sletta aðeins úr klaufunum fyrst næsti deildarleikur er ekki fyrr en í febrúar á næsta ári. Hann ætlar sjálfur að leggja 1000 bjóra í púkkið. „Njótið augnabliksins, förum svo í rútuna og heim. Ég kaupi svo þúsund Carlsberg-bjóra og þið getið haldið gott partí. Það er verðskuldað strákar,“ sagði Freyr við leikmenn sína inn í klefa en danska sjónvarpsstöðin TV3 var með myndavél í klefanum. Så kom den sejr! Lyngby Football here we go #sldk #siflbk #SammenforLyngby pic.twitter.com/coxQ1hfCBE— Pelle Lindegaard Bügel (@PellePjevs) November 12, 2022
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. 8. nóvember 2022 07:30 Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. 15. október 2022 07:01 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. 8. nóvember 2022 07:30
Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. 15. október 2022 07:01