F-riðill á HM í Katar: Síðasti séns gullkynslóðarinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2022 11:01 Kevin De Bruyne fer fyrir liði Belgíu sem vill bæta um betur eftir brons á síðasta móti. Shaun Botterill/Getty Images Brons- og silfurlið frá síðasta heimsmeistaramóti eru bæði í F-riðli á HM sem fram undan er. Gullkynslóð Belgíu fær ekki mörg fleiri tækifæri til að standa undir nafni og vinna gull á stórmóti. Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það F-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Belgía og Króatía skipa riðilinn ásamt Kanada og Marokkó. Fyrrnefndu liðin eru talin líklegri en hin til að fara upp úr riðlinum en þau fengu bæði verðlaun á síðasta móti. Bæði Belgía og Króatía þurftu að þola tap fyrir heimsmeisturum Frakka á lokametrunum á síðasta heimsmeistaramóti. Belgar töpuðu 1-0 í undanúrslitum áður en þeir unnu bronsleikinn við England en Króatar töpuðu úrslitaleiknum 4-2 og hlutu silfur. Þjóðirnar í F-riðlinum: Belgía er á HM í fjórtánda sinn og því þriðja í röð Króatía er á HM í sjötta sinn og þriðja mótinu í röð Kanada er á HM í annað sinn og fyrsta skipti síðan 1986 Marokkó er á HM í sjötta sinn og öðru mótinu í röð Besti árangur þjóðanna í F-riðli í HM sögunni: Belgía: Þriðja sæti (2018) Króatía: Annað sæti (2018) Kanada: Riðlakeppni (1986) Marokkó: 16-liða úrslit (1986) Marokkó hefur ekki komist upp úr riðlakeppninni í 46 ár en sami árafjöldi er síðan Kanada tók þátt í fyrsta og eina skipti fram að þessu. Kanada kom mörgum á óvart er liðið fór létt með undankeppni CONCACAF og varð fyrst liða þaðan til að tryggja sæti sitt á mótinu. Í flestum tilfellum eru Bandaríkin og Mexíkó þar með yfirburði en spennandi ung kynslóð leikmanna, leidd af Alphonso Davies og Jonathan David, fór fyrir kanadíska liðinu. Liðið hefur verið í mikilli sókn og fór upp í 33. sæti heimslistans í febrúar og hefur aldrei verið eins ofarlega. Stjarnan Davies, sem leikur með Bayern í Þýskalandi, mun þó að öllum líkindum missa af upphafi mótsins og má vel vera að hann komist ekkert á völlinn í riðlakeppninni. Óskrifuð blöð eru í vörn liðsins þar sem flestir spila ýmist með Montreal og Toronto í MLS-deildinni eða minni spámönnum í Evrópu. 39 ára fyrirliðinn Atiba Hutchinson nær að uppfylla ólíklegan draum og mun reynast mikilvægur sem akkeri á miðjunni fyrir framan vörnina. Alphonso Davies er tæpur fyrir mótið en verður í hópnum hjá Kanada.Vaughn Ridley/Getty Images Þjálfarinn Vahid Halilhodžić kom Marokkó á HM en var rekinn í ágúst eftir slakan árangur í Afríkukeppninni í byrjun árs og deilur við knattspyrnusamband landsins í kjölfarið. Þetta er í þriðja skipti á ferlinum sem Halilhodžić kemur liði á HM en fær ekki að stýra liði á mótinu. Hann kom Fílabeinsströndinni á HM 2010 en var rekinn fyrir mót og stýrði Japan á HM 2018 en fékk að taka pokann sinn fyrir upphafsflautið í Rússlandi. Hakim Ziyech snýr aftur eftir brotthvarf fyrri þjálfara, Vahid Halilhodžić, sem hefur komið fjórum liðum á HM en aðeins stýrt einu í lokakeppninni.Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Brotthvarf Halilhodžić þýðir að Marokkó endurheimtir sína helstu stjörnu, Hakim Ziyech, leikmann Chelsea. Hann var ekki í leikmannahópnum í Afríkukeppninni í byrjun árs eftir að hafa lent í útistöðum við þjálfarann. Hann mun leiða sóknarlínu liðsins ásamt Amine Harit, Marseille, Sofiane Boudal, Angers, og Youssef En-Nesyri, Sevilla, auk ungra og efnilegra leikmanna. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, stendur milli stanganna hjá liðinu og þá skipa Achraf Hakimi (PSG) og Noussair Mazraoui (Bayern) bakvarðarstöðurnar. Svona komust þjóðirnar í F-riðli á HM: 13. nóvember 2021: Belgía vann E-riðil í undankeppni UEFA 14. nóvember 2021: Króatía vann H-riðil í undankeppni UEFA 27. mars 2022: Kanada vann undanriðil í þriðju umferð í undankeppni CONCACAF 29. mars 2022: Marokkó vann Kongó og komst áfram úr þriðju umferð í undankeppni CAF Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 2. sæti - Belgía 12. sæti - Króatía 22. sæti - Marokkó 41. sæti - Kanada Belgía fer að nálgast síðasta snúning með gullkynslóð sinni þar sem menn eru komnir til ára sinna. Toby Alderweireld (33), Jan Vertonghen (35), Axel Witsel (33) og Dries Mertens (35) eru líkast til á sínu síðasta stórmóti og þá eru þeir Thibaut Courtois, Thomas Meunier, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco og Eden Hazard um þrítugt. Hazard er í hópnum þrátt fyrir skort á leiktíma hjá Real Madrid en hrun hans eftir rándýr skipti frá Chelsea til spænsku höfuðborgarinnar árið 2019 hefur verið með ólíkindum. Hann er þó enn fyrirliði belgíska liðsins og fróðlegt verður að sjá hvort eitthvað sé eftir á tanknum hjá honum blessuðum. Áhugavert verður að sjá Eden Hazard, fyrirliða Belgíu, á mótinu en hann hefur aðeins spilað 51 deildarleik og rúmum þremur leiktíðum með Real Madrid. Fæsta í byrjunarliði.Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Fastlega má gera ráð fyrir að Belgar fljúgi upp úr riðlinum og Króatar fylgi þeim. Það er yfirleitt í ökkla eða eyra hjá Króötum á HM en þeir fengu brons 1998 og silfur 2018. Á hinum þremur mótunum, 2002, 2006 og 2014 komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni. Það er eflaust besti möguleiki Kanadamanna og Marokkóa að þeir króatísku lendi á slíku móti. Luka Modrić er orðinn 37 ára en mun að venju leiða liðið. Marcelo Brozović og Mateo Kovačić eru honum til halds og trausts á miðjunni og þá er Ivan Perišić á sínum stað. 33 ára gömlu miðverðirnir Dejan Lovren og Domagoj Vida eru einnig í hópnum en óvíst er með hlutverk þeirra þar sem nýjir og yngri miðverðir, þeir Josko Gvadiol, Josip Sutalo og Martin Erlić, hafa spilað í auknum mæli í aðdraganda móts. Luka Modric vann gullboltann eftir síðasta HM.David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Þjálfarar liðanna í F-riðlinum: Belgía – Hinn 49 ára gamli Roberto Martínez frá Spáni hefur stýrt liðinu síðan árið 2016 og náði bronsi á HM í Rússlandi en féll úr keppni í 8-liða úrslitum fyrir Evrópumeisturum Ítala á EM í fyrra. Þjálfaði áður Swansea, Wigan og Everton á Englandi við góðan orðstír en enska C-deildin og FA-bikarinn eru einu titlarnir á ferilskránni. Króatía - Hinn 56 ára gamli Zlatko Dalić hefur verið þjálfari Króata frá 2017 og stýrði liðinu til silfurs á HM í Rússlandi. Hefur annars þjálfað lengst af í Miðausturlöndum og á silfur í sádi-arabísku deildinni og gull frá Furstadæmunum. Var mikið gagnrýndur eftir slakan árangur Króata í Þjóðadeildinni 2020-21 en liðið svaraði vel fyrir sig og vann starkan riðil með Dönum og Frökkum í haust. Kanada – Hinn 47 ára gamli John Herdman frá Englandi er þjálfari Kanada. Hann hefur farið athyglisverða leið þar sem hans eina þjálfunarreynsla var með kvennalandslið áður en hann tók við núverandi starfi árið 2018. Hann var þjálfari Nýja-Sjálands frá 2006 til 2011 og kvennaliðs Kanada frá 2011 til 2018 þegar hann hætti til að taka við karlaliðinu. Fór á HM 2007 og 2011 með Nýsjálendingum og 2015 með Kanada. Hann er með hæsta sigurhlutfall þjálfara í sögu Kanada og var liðið það fyrsta í Norður-Ameríku til að tryggja farseðil sinn, þvert á spár. Marokkó – Hinn 47 ára gamli Walid Regragui er þjálfari Marokkó tók við liðinu í ágúst af Bosníumanninum Vahid Halilhodžić sem kom liðinu á mótið. Regragui lék 45 landsleiki milli 2001 og 2009 en hefur sem þjálfari stýrt bæði Botola og Wydad til meistaratitils í Marokkó og vann katörsku deildina með Al-Duhail. Herdman var síðast á HM 2015 með kvennaliði Kanada.eff Vinnick/Getty Images Stærstu stjörnurnar: Ivan Perišić (Króatía) – 33 ára kantmaður Tottenham á Englandi. Skoraði í úrslitaleiknum á síðasta móti þar sem Króatar töpuðu 4-2 fyrir Frökkum. Á glæstan feril að baki í Þýskalandi og á Ítalíu en skipti til Tottenham í sumar. Lykilmaður í sóknarleik Króata. Luka Modrić (Króatía) – 37 ára miðjumaður Real Madrid á Spáni. Er þrátt fyrir aldurinn enn á meðal allra bestu miðjumanna heims. Stýrir spili liðsins frá A til Ö og var valinn besti leikmaður HM 2018 auk þess að vera valinn besti leikmaður heims það ár. Raðað inn titlum með Real Madrid og segir sitt um gæðin að hann sé þar enn lykilmaður á þessum aldri. Hakim Ziyech (Marokkó) – 29 ára kantmaður Chelsea á Englandi. Marokkóbúar fagna því að fá Ziyech aftur inn í hópinn eftir að hann var skilinn útundan á Afríkumótinu fyrr á árinu þar sem liðið olli vonbrigðum. Stærsta nafnið í léttleikandi sóknarlínu. Achraf Hakimi (Marokkó) – 24 ára bakvörður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Besti leikmaður liðsins ásamt Ziyech sem hefur verið á meðal betri bakvarða í Evrópuboltanum undanfarin ár. Byrjaði ferilinn með Real Madrid og skoraði tvö deildarmörk úr bakverðinum 19 ára gamall 2017-18 áður en hann sprakk út hjá Dortmund í Þýskalandi hvar hann lék í tvö tímabil. Keyptur dýrum dómi til Parísar eftir eina leiktíð með Inter hvar hann vann ítalska meistaratitilinn. Kevin De Bruyne (Belgía) – 31 árs miðjumaður Manchester City á Englandi. Einn besti leikmaður heims og hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tvisvar á síðustu þremur árum. Þriðji í vali á besta leikmanni heims í ár og mun draga belgíska liðið áfram. Romelu Lukaku (Belgía) – 29 ára sóknarmaður Inter Milan á Ítalíu. Hefur verið að glíma við meiðsli en ætti að vera ferskur á mótinu. Hefur skorað 68 mörk í 102 landsleikjum og verið fastamaður í framlínu Belga síðustu ár. Gekk illa hjá Chelsea í fyrra en skorar alltaf fyrir landsliðið. Fjögur mörk hans á HM 2018 komu gegn Túnis og Panama, þarf að stíga upp gegn stóru liðunum ef Belgar ætla langt. Alphonso Davies (Kanada) – 22 ára bakvörður Bayern Munchen í Þýskalandi. Spilar þó yfirleitt framar á vellinum með landsliðinu sem birtist í fimm mörkum hans og átta stoðsendingum í 13 leikjum í undankeppninni. Óvíst með þátttöku hans á mótinu vegna tognunar í læri. Atiba Hutchinson (Kanada) – 39 ára miðjumaður Beşiktaş í Tyrklandi. Fyrirliði Kanada og sá leikjahæsti í hópnum með 97 landsleiki. Spilaði með Öster og Helsingborg í Svíþjóð áður en hann fór til Kaupmannahafnar og vann dönsku deildina öll fjögur árin sín með FCK. Spilaði þrjú tímabil með PSV í Hollandi áður en hann skipti til Besiktas þar sem hann hefur verið lykilmaður frá 2013 og unnið þrjá tyrkneska meistaratitla. Er þó í meiðslaveseni eins og Davies og hefur ekkert spilað í tyrknesku deildinni í ár. Hakimi þarf að vera upp á sitt besta ef Marokkó á að eiga einhvern möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Fylgist með þessum: Joško Gvardiol (Króatía) – 20 ára miðvörður RB Leipzig sem er einn sá allra eftirsóttasti í Evrópu. Spilaði síðustu tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni í haust og er hluti af kynslóðaskiptum í miðverðinum hjá Króötum. Þeir 33 ára gömlu Dejan Lovren og Domagoj Vida eru í hópnum en þeir Martin Erlić og Josip Šutalo hafa spilað ívið meira auk Gvardiol á kostnað þeirra eldri. Jérémy Doku (Belgía) – 20 ára kantmaður Rennes í Frakklandi. Heillaði margan á EM í fyrra enda gríðarlega snöggur og teknískur spilari. Hefur aðeins skorað þrjú deildarmörk í 50 leikjum í Frakklandi en skapar ávallt usla og eykur skemmtanagildi þegar hann er inni á vellinum. Azzedine Ounahi (Marokkó) – 22 ára miðjumaður Angers í Frakklandi. Var leikmaður í 3. deild í Frakklandi þar til hann fékk tækifæri með Angers í efstu deild á síðustu leiktíð og var þar byrjunarliðsmaður. Spilaði ekki sinn fyrsta landsleik fyrr en á Afríkukeppninni í byrjun árs og skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri Marokkó á Lýðveldinu Kongó í mars, en sá sigur skaut þeim á HM. Jonathan David (Kanada) – 22 ára framherji Lille í Frakklandi. Haítískur innflytjandi sem ólst upp í Kanada frá sex ára aldri og var snemma ákveðinn í að spila í Evrópu. Fór 18 ára til Gent í Belgíu 2018 og fór beint í byrjunarlið liðsins hvar hann skoraði 30 mörk á tveimur tímabilum áður en hann skipti til Lille. Hefur verið á meðal eftirsóttari framherja Evrópu síðustu ár en gott HM gæti stimplað hann almennilega inn á stóra sviðið. Jonathan David hefur skorað 22 mörk í 34 landsleikjum. Á meðal liða sem hann hefur skorað gegn eru Jómfrúareyjar, Kúba, Arúba og Haíti. Getur hann skorað á stóra sviðinu?Matthew Ashton - AMA/Getty Images Leikirnir í F-riðlinum Miðvikudagur 23. nóvember: Marokkó - Króatía (Klukkan 10.00) Miðvikudagur 23. nóvember: Belgía - Kanada (Klukkan 19.00) Sunnudagur 27. nóvember: Belgía - Marokkó (Klukkan 13.00) Sunnudagur 27. nóvember: Króatía - Kanada (Klukkan 16.00) Fimmtudagur 1. desember: Króatía - Belgía (Klukkan 15.00) Fimmtudagur 1. desember: Kanada - Marokkó (Klukkan 15.00) HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15. nóvember 2022 11:00 D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Á næstu dögum tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það F-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Belgía og Króatía skipa riðilinn ásamt Kanada og Marokkó. Fyrrnefndu liðin eru talin líklegri en hin til að fara upp úr riðlinum en þau fengu bæði verðlaun á síðasta móti. Bæði Belgía og Króatía þurftu að þola tap fyrir heimsmeisturum Frakka á lokametrunum á síðasta heimsmeistaramóti. Belgar töpuðu 1-0 í undanúrslitum áður en þeir unnu bronsleikinn við England en Króatar töpuðu úrslitaleiknum 4-2 og hlutu silfur. Þjóðirnar í F-riðlinum: Belgía er á HM í fjórtánda sinn og því þriðja í röð Króatía er á HM í sjötta sinn og þriðja mótinu í röð Kanada er á HM í annað sinn og fyrsta skipti síðan 1986 Marokkó er á HM í sjötta sinn og öðru mótinu í röð Besti árangur þjóðanna í F-riðli í HM sögunni: Belgía: Þriðja sæti (2018) Króatía: Annað sæti (2018) Kanada: Riðlakeppni (1986) Marokkó: 16-liða úrslit (1986) Marokkó hefur ekki komist upp úr riðlakeppninni í 46 ár en sami árafjöldi er síðan Kanada tók þátt í fyrsta og eina skipti fram að þessu. Kanada kom mörgum á óvart er liðið fór létt með undankeppni CONCACAF og varð fyrst liða þaðan til að tryggja sæti sitt á mótinu. Í flestum tilfellum eru Bandaríkin og Mexíkó þar með yfirburði en spennandi ung kynslóð leikmanna, leidd af Alphonso Davies og Jonathan David, fór fyrir kanadíska liðinu. Liðið hefur verið í mikilli sókn og fór upp í 33. sæti heimslistans í febrúar og hefur aldrei verið eins ofarlega. Stjarnan Davies, sem leikur með Bayern í Þýskalandi, mun þó að öllum líkindum missa af upphafi mótsins og má vel vera að hann komist ekkert á völlinn í riðlakeppninni. Óskrifuð blöð eru í vörn liðsins þar sem flestir spila ýmist með Montreal og Toronto í MLS-deildinni eða minni spámönnum í Evrópu. 39 ára fyrirliðinn Atiba Hutchinson nær að uppfylla ólíklegan draum og mun reynast mikilvægur sem akkeri á miðjunni fyrir framan vörnina. Alphonso Davies er tæpur fyrir mótið en verður í hópnum hjá Kanada.Vaughn Ridley/Getty Images Þjálfarinn Vahid Halilhodžić kom Marokkó á HM en var rekinn í ágúst eftir slakan árangur í Afríkukeppninni í byrjun árs og deilur við knattspyrnusamband landsins í kjölfarið. Þetta er í þriðja skipti á ferlinum sem Halilhodžić kemur liði á HM en fær ekki að stýra liði á mótinu. Hann kom Fílabeinsströndinni á HM 2010 en var rekinn fyrir mót og stýrði Japan á HM 2018 en fékk að taka pokann sinn fyrir upphafsflautið í Rússlandi. Hakim Ziyech snýr aftur eftir brotthvarf fyrri þjálfara, Vahid Halilhodžić, sem hefur komið fjórum liðum á HM en aðeins stýrt einu í lokakeppninni.Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Brotthvarf Halilhodžić þýðir að Marokkó endurheimtir sína helstu stjörnu, Hakim Ziyech, leikmann Chelsea. Hann var ekki í leikmannahópnum í Afríkukeppninni í byrjun árs eftir að hafa lent í útistöðum við þjálfarann. Hann mun leiða sóknarlínu liðsins ásamt Amine Harit, Marseille, Sofiane Boudal, Angers, og Youssef En-Nesyri, Sevilla, auk ungra og efnilegra leikmanna. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, stendur milli stanganna hjá liðinu og þá skipa Achraf Hakimi (PSG) og Noussair Mazraoui (Bayern) bakvarðarstöðurnar. Svona komust þjóðirnar í F-riðli á HM: 13. nóvember 2021: Belgía vann E-riðil í undankeppni UEFA 14. nóvember 2021: Króatía vann H-riðil í undankeppni UEFA 27. mars 2022: Kanada vann undanriðil í þriðju umferð í undankeppni CONCACAF 29. mars 2022: Marokkó vann Kongó og komst áfram úr þriðju umferð í undankeppni CAF Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 2. sæti - Belgía 12. sæti - Króatía 22. sæti - Marokkó 41. sæti - Kanada Belgía fer að nálgast síðasta snúning með gullkynslóð sinni þar sem menn eru komnir til ára sinna. Toby Alderweireld (33), Jan Vertonghen (35), Axel Witsel (33) og Dries Mertens (35) eru líkast til á sínu síðasta stórmóti og þá eru þeir Thibaut Courtois, Thomas Meunier, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco og Eden Hazard um þrítugt. Hazard er í hópnum þrátt fyrir skort á leiktíma hjá Real Madrid en hrun hans eftir rándýr skipti frá Chelsea til spænsku höfuðborgarinnar árið 2019 hefur verið með ólíkindum. Hann er þó enn fyrirliði belgíska liðsins og fróðlegt verður að sjá hvort eitthvað sé eftir á tanknum hjá honum blessuðum. Áhugavert verður að sjá Eden Hazard, fyrirliða Belgíu, á mótinu en hann hefur aðeins spilað 51 deildarleik og rúmum þremur leiktíðum með Real Madrid. Fæsta í byrjunarliði.Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Fastlega má gera ráð fyrir að Belgar fljúgi upp úr riðlinum og Króatar fylgi þeim. Það er yfirleitt í ökkla eða eyra hjá Króötum á HM en þeir fengu brons 1998 og silfur 2018. Á hinum þremur mótunum, 2002, 2006 og 2014 komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni. Það er eflaust besti möguleiki Kanadamanna og Marokkóa að þeir króatísku lendi á slíku móti. Luka Modrić er orðinn 37 ára en mun að venju leiða liðið. Marcelo Brozović og Mateo Kovačić eru honum til halds og trausts á miðjunni og þá er Ivan Perišić á sínum stað. 33 ára gömlu miðverðirnir Dejan Lovren og Domagoj Vida eru einnig í hópnum en óvíst er með hlutverk þeirra þar sem nýjir og yngri miðverðir, þeir Josko Gvadiol, Josip Sutalo og Martin Erlić, hafa spilað í auknum mæli í aðdraganda móts. Luka Modric vann gullboltann eftir síðasta HM.David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Þjálfarar liðanna í F-riðlinum: Belgía – Hinn 49 ára gamli Roberto Martínez frá Spáni hefur stýrt liðinu síðan árið 2016 og náði bronsi á HM í Rússlandi en féll úr keppni í 8-liða úrslitum fyrir Evrópumeisturum Ítala á EM í fyrra. Þjálfaði áður Swansea, Wigan og Everton á Englandi við góðan orðstír en enska C-deildin og FA-bikarinn eru einu titlarnir á ferilskránni. Króatía - Hinn 56 ára gamli Zlatko Dalić hefur verið þjálfari Króata frá 2017 og stýrði liðinu til silfurs á HM í Rússlandi. Hefur annars þjálfað lengst af í Miðausturlöndum og á silfur í sádi-arabísku deildinni og gull frá Furstadæmunum. Var mikið gagnrýndur eftir slakan árangur Króata í Þjóðadeildinni 2020-21 en liðið svaraði vel fyrir sig og vann starkan riðil með Dönum og Frökkum í haust. Kanada – Hinn 47 ára gamli John Herdman frá Englandi er þjálfari Kanada. Hann hefur farið athyglisverða leið þar sem hans eina þjálfunarreynsla var með kvennalandslið áður en hann tók við núverandi starfi árið 2018. Hann var þjálfari Nýja-Sjálands frá 2006 til 2011 og kvennaliðs Kanada frá 2011 til 2018 þegar hann hætti til að taka við karlaliðinu. Fór á HM 2007 og 2011 með Nýsjálendingum og 2015 með Kanada. Hann er með hæsta sigurhlutfall þjálfara í sögu Kanada og var liðið það fyrsta í Norður-Ameríku til að tryggja farseðil sinn, þvert á spár. Marokkó – Hinn 47 ára gamli Walid Regragui er þjálfari Marokkó tók við liðinu í ágúst af Bosníumanninum Vahid Halilhodžić sem kom liðinu á mótið. Regragui lék 45 landsleiki milli 2001 og 2009 en hefur sem þjálfari stýrt bæði Botola og Wydad til meistaratitils í Marokkó og vann katörsku deildina með Al-Duhail. Herdman var síðast á HM 2015 með kvennaliði Kanada.eff Vinnick/Getty Images Stærstu stjörnurnar: Ivan Perišić (Króatía) – 33 ára kantmaður Tottenham á Englandi. Skoraði í úrslitaleiknum á síðasta móti þar sem Króatar töpuðu 4-2 fyrir Frökkum. Á glæstan feril að baki í Þýskalandi og á Ítalíu en skipti til Tottenham í sumar. Lykilmaður í sóknarleik Króata. Luka Modrić (Króatía) – 37 ára miðjumaður Real Madrid á Spáni. Er þrátt fyrir aldurinn enn á meðal allra bestu miðjumanna heims. Stýrir spili liðsins frá A til Ö og var valinn besti leikmaður HM 2018 auk þess að vera valinn besti leikmaður heims það ár. Raðað inn titlum með Real Madrid og segir sitt um gæðin að hann sé þar enn lykilmaður á þessum aldri. Hakim Ziyech (Marokkó) – 29 ára kantmaður Chelsea á Englandi. Marokkóbúar fagna því að fá Ziyech aftur inn í hópinn eftir að hann var skilinn útundan á Afríkumótinu fyrr á árinu þar sem liðið olli vonbrigðum. Stærsta nafnið í léttleikandi sóknarlínu. Achraf Hakimi (Marokkó) – 24 ára bakvörður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Besti leikmaður liðsins ásamt Ziyech sem hefur verið á meðal betri bakvarða í Evrópuboltanum undanfarin ár. Byrjaði ferilinn með Real Madrid og skoraði tvö deildarmörk úr bakverðinum 19 ára gamall 2017-18 áður en hann sprakk út hjá Dortmund í Þýskalandi hvar hann lék í tvö tímabil. Keyptur dýrum dómi til Parísar eftir eina leiktíð með Inter hvar hann vann ítalska meistaratitilinn. Kevin De Bruyne (Belgía) – 31 árs miðjumaður Manchester City á Englandi. Einn besti leikmaður heims og hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tvisvar á síðustu þremur árum. Þriðji í vali á besta leikmanni heims í ár og mun draga belgíska liðið áfram. Romelu Lukaku (Belgía) – 29 ára sóknarmaður Inter Milan á Ítalíu. Hefur verið að glíma við meiðsli en ætti að vera ferskur á mótinu. Hefur skorað 68 mörk í 102 landsleikjum og verið fastamaður í framlínu Belga síðustu ár. Gekk illa hjá Chelsea í fyrra en skorar alltaf fyrir landsliðið. Fjögur mörk hans á HM 2018 komu gegn Túnis og Panama, þarf að stíga upp gegn stóru liðunum ef Belgar ætla langt. Alphonso Davies (Kanada) – 22 ára bakvörður Bayern Munchen í Þýskalandi. Spilar þó yfirleitt framar á vellinum með landsliðinu sem birtist í fimm mörkum hans og átta stoðsendingum í 13 leikjum í undankeppninni. Óvíst með þátttöku hans á mótinu vegna tognunar í læri. Atiba Hutchinson (Kanada) – 39 ára miðjumaður Beşiktaş í Tyrklandi. Fyrirliði Kanada og sá leikjahæsti í hópnum með 97 landsleiki. Spilaði með Öster og Helsingborg í Svíþjóð áður en hann fór til Kaupmannahafnar og vann dönsku deildina öll fjögur árin sín með FCK. Spilaði þrjú tímabil með PSV í Hollandi áður en hann skipti til Besiktas þar sem hann hefur verið lykilmaður frá 2013 og unnið þrjá tyrkneska meistaratitla. Er þó í meiðslaveseni eins og Davies og hefur ekkert spilað í tyrknesku deildinni í ár. Hakimi þarf að vera upp á sitt besta ef Marokkó á að eiga einhvern möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Fylgist með þessum: Joško Gvardiol (Króatía) – 20 ára miðvörður RB Leipzig sem er einn sá allra eftirsóttasti í Evrópu. Spilaði síðustu tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni í haust og er hluti af kynslóðaskiptum í miðverðinum hjá Króötum. Þeir 33 ára gömlu Dejan Lovren og Domagoj Vida eru í hópnum en þeir Martin Erlić og Josip Šutalo hafa spilað ívið meira auk Gvardiol á kostnað þeirra eldri. Jérémy Doku (Belgía) – 20 ára kantmaður Rennes í Frakklandi. Heillaði margan á EM í fyrra enda gríðarlega snöggur og teknískur spilari. Hefur aðeins skorað þrjú deildarmörk í 50 leikjum í Frakklandi en skapar ávallt usla og eykur skemmtanagildi þegar hann er inni á vellinum. Azzedine Ounahi (Marokkó) – 22 ára miðjumaður Angers í Frakklandi. Var leikmaður í 3. deild í Frakklandi þar til hann fékk tækifæri með Angers í efstu deild á síðustu leiktíð og var þar byrjunarliðsmaður. Spilaði ekki sinn fyrsta landsleik fyrr en á Afríkukeppninni í byrjun árs og skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri Marokkó á Lýðveldinu Kongó í mars, en sá sigur skaut þeim á HM. Jonathan David (Kanada) – 22 ára framherji Lille í Frakklandi. Haítískur innflytjandi sem ólst upp í Kanada frá sex ára aldri og var snemma ákveðinn í að spila í Evrópu. Fór 18 ára til Gent í Belgíu 2018 og fór beint í byrjunarlið liðsins hvar hann skoraði 30 mörk á tveimur tímabilum áður en hann skipti til Lille. Hefur verið á meðal eftirsóttari framherja Evrópu síðustu ár en gott HM gæti stimplað hann almennilega inn á stóra sviðið. Jonathan David hefur skorað 22 mörk í 34 landsleikjum. Á meðal liða sem hann hefur skorað gegn eru Jómfrúareyjar, Kúba, Arúba og Haíti. Getur hann skorað á stóra sviðinu?Matthew Ashton - AMA/Getty Images Leikirnir í F-riðlinum Miðvikudagur 23. nóvember: Marokkó - Króatía (Klukkan 10.00) Miðvikudagur 23. nóvember: Belgía - Kanada (Klukkan 19.00) Sunnudagur 27. nóvember: Belgía - Marokkó (Klukkan 13.00) Sunnudagur 27. nóvember: Króatía - Kanada (Klukkan 16.00) Fimmtudagur 1. desember: Króatía - Belgía (Klukkan 15.00) Fimmtudagur 1. desember: Kanada - Marokkó (Klukkan 15.00)
Þjóðirnar í F-riðlinum: Belgía er á HM í fjórtánda sinn og því þriðja í röð Króatía er á HM í sjötta sinn og þriðja mótinu í röð Kanada er á HM í annað sinn og fyrsta skipti síðan 1986 Marokkó er á HM í sjötta sinn og öðru mótinu í röð Besti árangur þjóðanna í F-riðli í HM sögunni: Belgía: Þriðja sæti (2018) Króatía: Annað sæti (2018) Kanada: Riðlakeppni (1986) Marokkó: 16-liða úrslit (1986)
Svona komust þjóðirnar í F-riðli á HM: 13. nóvember 2021: Belgía vann E-riðil í undankeppni UEFA 14. nóvember 2021: Króatía vann H-riðil í undankeppni UEFA 27. mars 2022: Kanada vann undanriðil í þriðju umferð í undankeppni CONCACAF 29. mars 2022: Marokkó vann Kongó og komst áfram úr þriðju umferð í undankeppni CAF Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 2. sæti - Belgía 12. sæti - Króatía 22. sæti - Marokkó 41. sæti - Kanada
Leikirnir í F-riðlinum Miðvikudagur 23. nóvember: Marokkó - Króatía (Klukkan 10.00) Miðvikudagur 23. nóvember: Belgía - Kanada (Klukkan 19.00) Sunnudagur 27. nóvember: Belgía - Marokkó (Klukkan 13.00) Sunnudagur 27. nóvember: Króatía - Kanada (Klukkan 16.00) Fimmtudagur 1. desember: Króatía - Belgía (Klukkan 15.00) Fimmtudagur 1. desember: Kanada - Marokkó (Klukkan 15.00)
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15. nóvember 2022 11:00 D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15. nóvember 2022 11:00
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59
C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01
A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00