„Það er á milli mín og Tryggva af hverju hann hefur ekki spilað með ungmennaliðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2022 21:45 Snorri Steinn fagnaði í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Valur vann tveggja marka sigur á Haukum 32-34. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og fór einnig yfir hvers vegna Tryggvi Garðar Jónsson hefur lítið sem ekkert spilað með Val. „Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira